Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1994
83,7 m²
3 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Útsýni
Sérinngangur
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Skútagil 5 - 202
Um er að ræða góða þriggja til fimm herbergja íbúð á tveimur hæðum í fjórbýli með sér inngangi. Svalir til vesturs með góðu útsýni. Búið er að útbúa loft á efri hæðinni með tveimur þakgluggum, og eru þar tvö svefnrými. Efri hæðin er skráð sem geymsla á teikningum. Gott geymslurými er undir súð.
Eignin skiptist í forstofu, þar sem áður var geymsla innaf forstofu er nú stigauppganga á efri hæðina. Hol eldhús og stofa í opnu rými, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Á efri hæðinni milli íbúða er sameignlegt rými eins á jarðhæðinni er einnig sameiginlegt rými.
Forstofa með flísum á gólfi. Innaf forstofu var áður geymsla en nú er þar stigi upp á efri hæðina.
Hol með parket á gólfi.
Stofa og eldhús í opnu rými með parket á gólfi. Góð innrétting í eldhúsi með flísum milli efri og neðri skápa, nýleg eldavél, stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu og gott vinnupláss. Úr stofu er gengið út á svalir til vesturs með mjög góðu útsýni og snýr vel við sólu.
Svefnherbergin eru tvö á hæðinni, parket á gólfum og fataskápur í stærra herberginu.
Baðherbergi með tengi fyrir þvottavél. Góð innrétting við vask, handklæðaofn, baðkar með sturtutækjum, plötur á veggjum við baðkar og korkur á gólfi. Opnanlegur gluggi er á baði.
Á efri hæð er rými sem er skráð sem geymsla á teikningum, rýmið er ekki skráð hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun.
Stigi upp á efri hæðina er teppalagður. Eins og nýtingin er á rýminu núna eru þar tvö svefnrými þar sem þakgluggar eru og sjónvarpshol. Góðar geymslur undir súð beggja vegna.
Annað:
- Stutt í leik- og grunnskóla
- Gott útsýni frá íbúð
- Baðherbergi endurnýjað 2018
- Ljósleiðari
- Sameiginlegur snúrustaur á baklóð
- Sameiginleg geymsla á jarðhæð
- Nýleg útiljós og snjóvarnir á þaki.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. júl. 2014
16.150.000 kr.
23.000.000 kr.
83.7 m²
274.791 kr.
28. okt. 2010
14.300.000 kr.
16.400.000 kr.
83.7 m²
195.938 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025