Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björn Guðmundsson
Berglind Jónasardóttir
Greta Huld Mellado
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1968
svg
155,3 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Höfðahlíð 5 - 201

Mjög falleg mikið endurnýjuð fimm herbergja efri sérhæð miðsvæðis á Akureyri. Eignin hefur verið töluvert mikið endurnýjuð en hún er samtals 155,3 fm. þar af 12,4 fm. geymsla í sameign. 


Eignin skiptist í anddyri á jarðhæð, stofu, eldhús, baðherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús, herbergi við stiga á efri hæð auk geymslu í sameign.

Anddyri á jarðhæð er rúmgott með flísum á gólfi og opnu fatahengi. 
Stigauppganga er björt með fallegu parketi á stiga.
Eldhús er með parket á gólfi, nýlegri hvítri innréttingu með stæði fyrir ísskáp, innbyggða uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð. 
Þvottahús er við hlið eldhúss og þar eru ljósar flísar á gólfi, opnanlegt fag, stæði fyrir þvottavél og þurrkara og vaskur.
Stofa er björt og rúmgóð með parket á gólfi. Úr stofu er gengið um rennihurð út á skjólsælar 11,7 fm. svalir sem snúa til suðvesturs. 
Gangur er með parket á gólfi. 
Baðherbergi er með ljósar flísar á gólfi og á veggjum í kringum sturtu. Þar er mjög góð innrétting í kringum vask, upphengt salerni og handklæðaofn. 
Svefnherbergi eru fjögur, öll með parket á gólfi og skápur í tveimur þeirra.
Herbergi við hlið stiga er lítið en með glugga og opnanlegu fagi. Herbergið var áður hol fyrir framan stigauppgöngu, samkvæmt teikningum. Þar er infrarauður saunaklefi. 

Geymsla í sameign er aðgengileg úr sameignarrými sem gengið er í bakvið hús. 

Ráðist var í miklar endurbætur á eigninni fyrir nokkrum árum eða um 2017-18, m.a.:
-Skólplögn og nýjar lagnir fyrir heitt og kalt vatn
-Hiti settur í gólf
-Nýtt gler
-Rennihurð á svalir
-Baðherbergi endurnýjað
-Raflögn og rafmagnstafla yfirfarin

Annað: 
-Garður er sameiginlegur en þó samkomulag milli núverandi eiganda um nýtingu. Timburpallur á suðaustur horni lóðar fylgir efri hæð og lóð austan og að hluta sunnan við hús er nýttur af efri hæð
-Bílastæði fylgir eigninni auk gestastæðis
-Sameiginleg köld útigeymsla undir palli neðri hæðar
-Staðsett miðsvæðis á Akureyri, stutt í ýmiskonar þjónustu, leik- og grunnskóla ásamt íþróttasvæði Þórs

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

Frekari upplýsingar:
olafur@byggd.is
greta@byggd.is
bjorn@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
24. okt. 2018
28.300.000 kr.
46.000.000 kr.
155.3 m²
296.201 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone