Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björgvin Þór Rúnarsson
Haukur Halldórsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2018
svg
174,7 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

*** EYRARLUNDUR 2 - 300 AKRANESI ***      
 
PRIMA Fasteignasala og Oliver Bergmann lögg.fasteignasali kynna: 
Mjög svo fallegt 174,7fm parhús að meðtöldum 30fm bílskúr á þessum rólega og falleg stað.  Eignin skiptist í forstofu, eldhús og sofu. Sjónvarpshol, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, og bílskúr. Einnig er gott geymsluris. Stór afgirt verönd með steyptum skjólvegg.  Timbur verönd meðheitum og köldum pott. Steypt bílastæði með hitalögn.

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN / FÁ SENT SÖLUYFIRLIT

Lýsing eignar:
 
Forstofa: Rúmgóð með parket á gólfi og góðum fataskáp. 
Hol: Flæðandi parket í öllum rýmum nema votrýmum.
Eldhús: parket á gólfi með fallegri dökkri innréttingu og góðum tækjum. Tveir innbyggðir ofnar þar af er sá efri bæði örbylgjuofn og ofn. Innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél. Góð og stór eyja. Er í opnu rými ásamt stofu með góðri lofthæð.
Stofa/borðstofa: Góð stofa sem og borðstofa í opnu rými með góðri lofthæð. Parket á gólfi og rennihurð út á timbut sólpall með heitum og köldum pott. Steyptir skjólveggir
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með góðum hvítum fataskáp. parket á gólfi. Útgengt út á baklóð.
Svefnherbergi I: Rúmgott herbergi með parketi á gólfi. Hvítur fataskápur. 
Svefnherbergi II: Rúmgotti með parketi á gólfi. pláss fyrir fataskáp.
Baðherbergi I: Fallegt flísalagt baðherbergi með svartri innréttingu Flísalögð sturta með innbyggðum tækjum. Frístandandi baðkar. Hanklæðaofn.
Þvottahús: Gott þvottahús með flísum á gólfi. Góð og rúmgóð innrétting.
Bílskúr: Rúmgóður og innangengur. Epoxy á gólfi. Heitt og kalt vatn.

Gólfhiti er í húsinu. Mikil og glóð lofthæð er í húsinu. En loft eru með hljóðeinangrandi dúk að undanskildu baðherbergi þvottahúsi, forstofu og bílskúrs.

Góð og mikil verönd fyrir framan hús með steyptum skjólveggjum. Verönd er steypt að hluta sem og með timburgólfi. Heitur og kaldur pottur.
 
Um er að ræða mjög vandað, viðhaldslítið og fallegt parhús á rólegum og góðum stað. Vandaðar innréttingar sem og gólfefni.

Nánari upplýsingar veitir:
Oliver Bergmann löggiltur fasteignasali / s. 787 3505 / oliver@primafasteignir.is

__________________________________________________________________________________________

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRIMA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Prima fasteignasala ehf

Prima fasteignasala ehf

Suðurlandsbraut 6
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. okt. 2018
27.350.000 kr.
42.800.000 kr.
174.7 m²
244.991 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Prima fasteignasala ehf

Prima fasteignasala ehf

Suðurlandsbraut 6