Lýsing
Um er að ræða endaíbúð á á 2.hæð með sérinngangi, samtals 77,4 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Húsið er byggt árið 2017.
Íbúðin, sem er skráð 74,7 m2, telur forstofu, alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu ásamt 2,7 m2 geymslu og hjóla- og vagnageymslu. Svalir snúa út bakgarðinn sem er í suður.
Leikskólinn Jötunheimar er í göngufæri sem og Sunnulækjarskóli. Stutt í aðra leik- og grunnskóla líka.
Fasteignamat er kr. 46.550.000,-
ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigurður Fannar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í síma 897-5930, eða siggifannar@eignaland.is.
Lýsing eignar:
Forstofa með fataskáp. Flísar á gólfi.
Alrými með parketi á gólfi.
Hjónabergi á hægri hönd, góðir fataskápar, parket á gólf og gluggi til norðurs.
Baðherbergi með baðkari, innréttingu með handlaug, upphengt wc.
Þvottahús er inn af baðherbergi. Tengi fyrir þvottavél.
Eldhús með góðri innréttingu, ofn í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél, helluborð í eldunareyju og háfur yfir. Gluggar til austurs.
Stofa með útgengi á svalir sem snæua út í bakgarð.
Barnaherbergi er við hlið stofu með glugga til suðurs er merkt sem geymsla á teikningu.
Geymsla merkt 0107 á teikningu (merkt 0101 á hurð) fylgir einnig en hún er staðsett inn af hjóla- og vagnageymslu á jarðhæð hússins.
Gólfefni:
Flísar á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi.
Parket á herbergjum, alrými, eldhúsi og stofu.
Nánari upplýsingar veitir:
Sigurður Fannar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í síma 897-5930, eða siggifannar@eignaland.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.