Lýsing
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir sérbýli í 200, Kópavogsbær.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á Sölusíða eignarinnar
Einstakt tækifæri til að eignast glæsilegt raðhús á tveimur hæðum. Vel skipulagt raðhús á pöllum með góðum garði og bílskúrsrétt. Samþykkt teikning fylgir. Eignin er vel skipulögð og hafa verið gerðar talsverðar endurbætur á íbúðarhúsnæðinu. Rúmgóð útisvæði bæði til suðurs og norðurs. Eignin er staðsett á rólegum og grónum stað með sérbílastæðum. Stutt í almannasamgöngur, skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu.
Aðalhæð:
Komið er inn í snyrtilega flísalagða forstofu með fataskáp. Rúmgóður gangur með fataskáp og gestasnyrtingu.
Stofan er parketlögð og tengist eldhúsi á smekklegan hátt.
Eldhúsið er með rúmgóðri eyju sem er steypt og lökkuð með helluborði. Innbyggður ísskápur og frystir fylgja, einnig er tengi fyrir uppþvottavél. Eldhús og borðstofa eru í opnu og björtu rými.
Efri hæð:
Teppalagður stigi upp á efri hæð sem er parketlögð. Þar er nýlegt baðherbergi með flísum, sturtu, upphengdu salerni og góðum innréttingum. Þvottaaðstaða er á baðherberginu.
Hjónaherbergi með fataherbergi. Einnig er rúmgott svefnherbergi, sem áður var tvö herbergi en auðvelt er að breyta því til baka.
Lóð og aðkoma:
Eignin er með sérbílastæði og bílskúrsrétt. Endurnýjaðar lagnir og drenlögn. Gluggar á efri hæð til suðurs eru nýir. Fyrir framan húsið er stór og sólríkur pallur til suðurs, tilvalinn fyrir útiveru.
Geymslur og aukarými í kjallara:
Sérgeymsla með hilluplássi, hitagrind og sérmæli. Hjólageymsla og sameiginleg aukageymsla.
Annað:
Það er ekkert formlegt húsfélag en húseigendafélagið heldur utan um aðalfundi.
Nánari upplýsingar í síma 454 0000 eða kaupstadur@kaupstadur.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.