Lýsing
Vel skipulagt einbýlishús á einni hæð í rótgrónu hverfi á Hellu á stórri lóð. Húsið er timburhús og er það klætt að utan með standandi timburklæðningu.
Eignin skiptist í rúmgóða forstofu, gang, tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og þvottarhús.
Birt flatarmál eignar samkvæmt HMS er 103,2 fm.
**EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS STRAX VIÐ KAUPSAMNING**
*** Allar upplýsingar veitir Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali síma 897-6717 eða inga@landmark.is ***
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT STRAX HÉR.
Nánari lýsing á eign:
Forstofa/ andyri: er mjög rúmgóð með flísum á gólfi.
Gangur: er með harðparketi á gólfi og þaðan er gengið inn í önnur rými.
Svefnherbergi: með harðparketi á gólfi.
Hjónaherbergi: rúmgott, með harðparketi á gólfi og skápum.
Baðherbergi: er flísalagt, með innréttingu, baðkari með sturtu. Gluggi á baði.
Stofa: er með harðparketi á gólfi og þaðan er gengið út á pall/garð.
Eldhús: er með L-laga innréttingu tengi fyrir uppþvottavél. Opið er inn í stofu frá eldhúsi.
Þvottahús: gengið er inn í þvottahús frá eldhúsi sem er rúmgott og þaðan er hurð út í garð.
Fyrri eigandi hafði nýlega farið í endurbætur á þaki og málað húsið þagar eignin var keypt 2022.
Eign á vinsælum stað á Hellu sem vert er að skoða. Gríðarstóð lóð með miklum möguleikum, geymsluskúr á lóðinni ásamt malbikuðum bílastæðum.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat