












Lýsing
Miklaborg kynnir:
Stórt og skemmtilega hannað 344 einbýlishús við Byggðarenda í Reykjavík. Eignin er að mestu í upprunalegu ástandi og skiptist í dag í stóra íbúð á efri hæð og tvær minni íbúðir á neðri hæð.
NÁNARI LÝSING:
Komið inn í anddyri með gestasalerni og þaðan gengið inn í hol sem leiðir þig í allar helsu vistaverur íbúðarinnar. Eldhús er á vinstri hönd og er að rúmgott og útgengt á svalir í norður. Þrjár stórar samliggjandi stofur og gengið er út á stórar svalir í suður úr einni stofunni og aðrar svalir sem liggja með allri austurhlið húsins. Inn af sjónvarpsstofunni er hjónasvíta með sér baðherbergi. Bílskúr er á á hæðinni en ekki er innangengt inn í hann.
Sér innangur er á neðri hæðina í tvær aukaíbúðir. Önnur er með einu svefnherbergi og með litlum gluggum en nýlegu baðherbergi. Hin er mjög rúmgóð með stórum herbergjum og rúmgóðu baðherbergi. Auðvelt er að opna aftur niður og sameina stærri íbúðina efri hæðinni.
GÓLFEFNI: Teppi og korkur eru á flestum gólfum á efri hæð og stærri íbúð á neðri hæð nema baðherbergjum en þar eru flísar. Parket er á litlu íbúðinni.
Húsið er í nokkuð upprunalegu ástandi en hönnun þess auðveldar breytingar og bíður eignin upp á marga möguleika, hvort sem að skipta henni upp eins gert er í dag eða færa hana í upprunlegt skipulag í rúmgott fjölskyldhús.
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur FInnbogason löggiltur fasteignasali í síma 8222307 eða olafur@miklaborg.is