Opið hús: Galtalind 4, 201 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 03 01. Eignin verður sýnd mánudaginn 12. maí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Björt og rúmgóð íbúð á þriðju hæð við Galtalind 4 með miklu útsýni. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð á góðum stað í Kópavogi en eigninni tilheyrir einnig bílskúr á jarðhæð.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskápum.
Eldhús: Rúmgott og opið eldhús með góðu skúffu- og skápaplássi, borðplata úr granít. Blástursofn, spanhelluborð og innbyggð uppþvottavél. Útgengt úr eldhúsi á vestursvalir.
Stofa / borðstofa: Einstaklega rúmgóð, björt og opin stofa sem býður uppá ýmsa möguleika. Búið er að fjarlægja vegg úr stofu sem stúkaði af sjónvarpshol.
Svefnherbergi * 3: Þrjú góð svefnherbergi, öll með fataskápum, útgengt úr stærsta svefnherberginu út á austursvalir.
Baðherbergi: Stórt baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Sturtuklefi, baðkar, klósett og baðinnrétting.
Þvottahús: Sér þvottahús með flísum á gólfi, upphengdir skápar og vinnuborð með ræstivask.
Geymsla: Eigninni tilheyrir 8,1 m2 geymsla á jarðhæð hússins.
Bílskúr: Eigninni tilheyrir 23 m2 bílskúr á framanverðu húsinu.
Eignin er vel staðsett og stutt í helstu þjónustu svo sem leikskóla, grunnskóla, matvöruverslun, íþróttaaðstöðu og fleira.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Jón Óskar Karlsson, löggiltur fasteignasali, í síma 693 9258 eða jonoskar@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat