Opið hús: Álfhólsvegur 149, 200 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 02 02. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 13. maí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Eignin er skráð alls 103,3 m2, þar af er íbúð 77,1m2 og bílskúr 26,2 m2. Húsið er byggt árið 1976 og eru fjórar íbúðir í húsinu. Húsið er steypt og klætt að hluta að utan. Glæsilegt útsýni frá stórum svölum sem liggja með tveim hliðum, suður og vestur. Stutt er í skóla, leikskóla, framhaldsskóla og alla verslun og þjónustu.
Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofu og borðstofu.
Allar nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6020eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is
Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í rúmgott anddyri með parketi á gólfi.
Til vinstri eru eldhús og stofur en til hægri er gangur inn í tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Eldhúsið er með snyrtilegri og vel með farinni hvítri innréttingu, flísar á gólfi.
Inn af eldhúsinu er þvottahús og búr.
Stofa og borðstofa eru rúmgóðar og bjartar með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt út á stórar svalir sem snúa í suður og vestur.
Svefnherbergin eru tvö, stærra herbergið/hjónaherbergi er með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Mikið útsýni er úr herberginu.
Barnaherbergið er ágætlega rúmgott og með parketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt með hvítri innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu.
Bílskúrinn er í dag nýttur sem unglingaherbergi og fremri 1/4 hluti hans er geymsla. Nokkuð einfalt er að leggja fyrir salerni og setja upp sturtu. Handlaug er í rýminu í hvítri innréttingu og því hægt að koma fyrir eldhúsinnréttingu á þeim vegg. Fyrir framan bílskúrinn er hægt að leggja allt að fjórum bílum í röð en bílastæði eru einnig við Álfhólsveginn.
Snyrtileg og falleg lóð er sameiginleg.
Sameignin er snyrtileg og nýlega máluð og teppalögð.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og íbúðin líka.
Hér er skemmtileg eign á ferðinni á besta stað við Álfhólsveginn og er Álfhólsskóli hinum megin við götuna frá húsinu. Mikið og fallegt útsýni er úr íbúðinni. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.