Opið hús: Eskivellir 5, 221 Hafnarfjörður, Íbúð merkt: 01 02 05. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 13. maí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands 77,7 fm og þar af geymsla 7,4 fm.
Eignin skiptist í rúmgott svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, alrými sem rúmar bæði stofu og borðstofu, þvottaherbergi innan íbúðar og sérgeymslu í sameign.
Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn í forstofu með loftháum fataskáp úr eik og flísar á gólfi.
Eldhús: Bjart og rúmgott með parketi á gólfi og eikarinnréttingu. Bakaraofn í vinnuhæð, helluborð, gufugleypir og stæði fyrir uppþvottavél.
Stofa og borðstofa: Rúmgott og bjart alrými sem rúmar bæði stofu og borðstofu. Parket á gólfi. Stórir gluggar og útgengt á rúmgóðar svalir.
Svefnherbergi: Bjart og rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi og loftháum fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt salerni og eikarinnrétting.
Þvottaherbergi: Þvottaherbergi er innan íbúðarinnar með flísum á gólfi, vask og vinnuborði.
Geymsla: Eigninni fylgir sérgeymsla innan sameignar sem er skráð 7,4 fm.
Einnig er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign.
Garður/Lóð: Falleg sameiginleg lóð með grasi, hrauni og leiktækjum. Góð aðkoma er að húsinu og er eignin og umhverfið mjög snyrtileg.
Parket var pússað og lakkað 2022.
Nýjar hvítarinnihurðir 2022.
Gluggar málaðir 2024
Nýtt dyrasímakerfi 2023
Nánari upplýsingar um eignina veitir Brynja Kristín Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 691-6066 eða á netfanginu brynja@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.