Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2021
70,3 m²
2 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lyfta
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Afar fallega og vel skipulagða 70.3 fm tveggja herbergja íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi með lyftu við Dugguvog 7 í Reykjavík. Vandað hús byggt af ÞG Verk.Um er að ræða eftirsótta staðsetningu í góðu nýlegu fjölskylduhverfi í Vogabyggð í Reykjavík. Leikskóli í göngufjarlægð. Verslun og þjónusta í næsta nágrenni ásamt frábærum hjóla- og gönguleiðum við Elliðaárvoginn. Mikil útivist allt í kring og fallegt umhverfi. Laugardalurinn í næsta nágrenni.
Hellulögð stétt fyrir framan hús með snjóbræðslu. Sameign er snyrtileg með flísum á sameiginlegri forstofu og teppi á stigagöngum. Lyklalaust aðgengi í sameign og kjallara. Nýlegt myndavélakerfi í bílakjallara. Myndavéladyrasími í íbúðum. Bílnúmeramyndavélar á innkeyrsluhurðum í bílakjallara sem lesa bílnúmer við innakstur.
Íbúðin skiptist í stofu sem er opið við eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Svalir til austurs frá stofu. Einkastæði í lokuðum bílakjallara á góðum stað. Góð 7,6 fermetra sérgeymsla í kjallara og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Nánari lýsing:
Forstofa: Með harðparketi á gólfi og skápum.
Stofa: Með harðparketi á gólfi og útgengi á austursvalir. Stofa er opin við eldhús.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi og fallegri sprautulakkaðri eldhúsinnréttingu með eyju frá Nobila (GKS). Innbyggður kæliskápur með frysti, innbyggð uppþvottavél, spansuðuhelluborð, bakaraofn og eyjuháfur. Stýranleg lýsing undir skápum og útloftun.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með glerþili og falleg sprautulökkuð innrétting við vask með speglaskáp fyrir ofan. Handklæðaofn, upphengt salerni og útloftun. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi: Er rúmgott með harðparketi á gólfi, góðum skápum og glugga til austurs.
Geymsla: Er staðsett á geymslugangi og er 7,6 fermetrar að stærð. Málað gólf.
Bílastæði í lokuðu bílskýli: Vel staðsett. Myndavélavaktaður bílakjallari og aðgangsstýring (myndavélar) á bílakjallara.
Hjóla og vagnageymsla: Er staðsett við bílageymslu og með útgengi á baklóð hússins.
Nánari upplýsingar veitir:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-0968 eða unnar@eignamidlun.is.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
20. des. 2021
20.350.000 kr.
49.700.000 kr.
70.3 m²
706.970 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025