












Lýsing
Miklaborg kynnir: Endaraðhús í Skeiðarvogi ásamt bílskúr. Raðhúsið er á tveimur hæðum, alls 160,1 fm og bílskúrinn er skráður 27 fm að stærð eða samtals 187 fm heildareignin.
Nánari lýsing
Anddyri: Flísalagt og með fatahengi. Gestasnyring: Til hliðar við anddyri, upprunalegt og með opnanlegu fagi. Hol: Opið inn að stofu, eldhúsi og tröppum sem leiða upp að efri hæð. Stofa: Nær í gegn frá suður til norðurs. Fiskibeina mynstrað eikarparket á gólfum. Útgengt í bakgarð. Eldhús: Eldri innrétting með uppþvottavél og ísskáp sem fylgja með, korkflísar á gólfi. Útgengt í bakgarð. Þvottahús: Til hliðar við anddyri. Flísalagt. Hitagrind og aðgangur kjallara undir í gegn um hlera á gólfi. (moldargólf)
Efri hæð
Svefnherbergi: Þrjú svefnherbergi en voru áður fjögur talsins þar sem tvö þeirra hafa verið sameinuð í eitt. Frá herberginu sem var sameinað er útgengt á svalir. Kompa: Innarlega staðsett við herbergjagang. Baðherbergi: Upprunalegar innréttingar að mestu. Flísalagt. Geymsla: Til hliðar við baðherbergi en t.d. mætti stækka baðherbergið með því að opna á milli. Bílskúr: Ný innkeyrslulhurð. Leki er inn í bílskúr frá austurgafl raðhússins og hefur verið ákveðið að farið verði í viðgerð en tímasetning né kostnaður liggur ekki fyrir.
Að sögn seljanda var frárennsli og dren endurnýjað 2019 og húsið múrviðgert og málað 2023 og þakjárn endurnýjað á s.l. 3-4 árum.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is