Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Eysteinn Sigurðsson
Halldór Kristján Sigurðsson
Vista
svg

518

svg

382  Skoðendur

svg

Skráð  16. maí. 2025

fjölbýlishús

Grænás 3

260 Reykjanesbær

54.500.000 kr.

499.084 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2093334

Fasteignamat

44.300.000 kr.

Brunabótamat

46.250.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1957
svg
109,2 m²
svg
4 herb.
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

***FYRSTA HÆÐ MEÐ AFNOT AF GARÐI***

SKEIFAN FASTEIGNASALA kynnir  Grænás 3 snyrtilega og vel skipulagða 3-4 herberbergja íbúð á fyrstu hæð með afnotareit. Birt stærð 109.2 fm.


Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson í s. 618-9999 tölvupóstur halldor@skeifan.is

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Flísalagt gólf og gott skápapláss.
Baðherbergi: Er að mestu flísalagt, með sturtubaðkari, baðinnréttingu með ágætu skápaplássi, plássi fyrir þvottavél, opnanlegur gluggi.
Eldhús: Nýlegt plastparket, með nýlegri mjög rúmgóðri hvítir háglans og dökkgrári innréttingu frá ikea þar sem ofn og örbylgjuofn er í vinnuhæð, innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél, keramik helluborð með innbyggðri viftu. 
Hjónaherbergi: Parketlagt, rúmgott, og með skápum.
Barnaherbergi: Eru skráð 2 en búið er að opna á milli herbergja. Þau eru parketlögð og fataskápur í öðru.
Stofa/borðstofa: Í sameiginlegu opnu og björtu rými þar sem gengið er út í sólstofu sem er með gólfhita og snýr í suðvestur. Gengið er út úr sólstofu út á steyptan pall. Flísar á sólstofu, parket á stofu/borðstofu.
Geymsla: Er innan íbúðar, dúkur á gólfi og hillur á 2 veggjum.
Bílastæði: Sameiginleg með Grænás 3a
Sameign: Vínildúkur á gólfum. Mjög snyrtileg og vel við haldið, í sameign er einnig hjólageymsla.

Að sögn seljanda hafa eftirfarandi endurbætur verði gerðar á eigninni:
Ný eldhúsinnrétting, tæki og parket á eldhúsi 2021.
Nýtt salerni, vaskur, skúffur og skápur 2020.
Nýr ofn í stofu 2023. 
Nýr ofn í eldhúsi 2024.
Nýtt þak 2021.
Múrverk, sprungufyllt og málað 2020/2021.


Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristján Sigurðsson fasteignasali í s. 618-9999 tölvupóstur halldor@skeifan.is

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Skeifan fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


 


SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI - SÍÐAN 1985

Skeifan fasteignasala | Suðurlandsbraut 46 | 108 Reykjavík | Opið frá kl. 9-17 mánudaga til föstudaga | www.skeifan.is

Skeifan á Facebook

Skeifan Fasteignamiðlun

Skeifan Fasteignamiðlun

Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
30. apr. 2015
14.150.000 kr.
15.700.000 kr.
109.2 m²
143.773 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Skeifan Fasteignamiðlun

Skeifan Fasteignamiðlun

Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík
phone