Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög falleg og vel skipulögð 66,2 m2, 2ja herbergja endaíbúð með sérinngangi á jarðhæð með stórri afgirtri timburverönd í suðurátt á frábærum stað með glæsilegu útsýni í útjaðri byggðar í sex íbúða fjölbýlishúsi við Úlfarsbraut 100A. Falleg eign í nýlegu húsi sem var byggt árið 2022. Íbúðin er með merkt sérbílastæði með staur fyrir rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla fyrir framan húsið. Lóðin er staðsett við suð-vestur mörk hverfisins og er næst við óspillta náttúru dalsins. Mjög víðsýnt er frá eigninni. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla, sund og líkamsrækt auk fallegra útivistasvæða í kringum Úlfársdalinn.
Eignin er skráð 66,2 m2, þar af íbúð 59,7 m2 og geymsla 6,5 m2.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax
Nánari lýsing:
Forstofa: Er með fataskáp og vinylparketi á gólfi.
Eldhús og stofa: Eru í opnu björtu rými með vínilparketi á gólfi. Í eldhúsi er falleg L-laga innrétting með innbyggðum ísskáp/frystiskáp, innbyggðri uppþvottavél, bakaraofni, helluborði og viftu. Úr rýminu er gengið út á timburverönd.
Svefnherbergi: Er með fataskápum og vínilparketi á gólfi.
Baðherbergi: Er með flísum á góli og veggjum að hluta. Falleg stór innrétting, sturta, handklæðaofn og vegghengt salerni. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu.
Sérgeymsla: Er í sameign hússins á jarðhæð. Skráð 6,5 m2.
Húsið er byggt úr krosslímdum timbureiningum (CLT) frá Binderholz í Austurríki. Má kalla efnið vistvænt þar sem CLT (frá Binderholz) kemur allt úr sjálfbærum skógum. Húsið nýtist því sem kolefnisgeymsla á meðan það þjónar tilgangi sínum.
Að utan er húsið einangrað með steinull og léttri loftaðri utanhússklæðningu úr málmi. Að innan eru veggir klæddir með gipsi, spartlaðir og málaðir. Innveggir eru einnig úr CLT einingum og klæddir með gipsi, spartlaðir og málaðir
Verð kr. 64.900.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.