Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björgvin Þór Rúnarsson
Haukur Halldórsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1971
svg
285,2 m²
svg
8 herb.
svg
3 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

*** Bjarkargrund 28 - 300 Akranes*** 

PRIMA Fasteignsala og Oliver Bergmann lögg.fasteignasali kynna:
Glæsilegt 285,2 fm einbýlishús á útsýnisstað. Húsið er í dag nýtt sem 2ja íbúða hús. Eignin skiptist í aðalíbúð sem er um 167,2 fm með 3-4 svefnherbergjum auk 43 fm bílskúrs og 53 fm stúdíó íbúð á efri hæð með sérinngangi, stofu/borðstofu/svefnrými og glæsilegu útsýni af suðursvölum yfir Faxaflóa sem býður uppá góðar leigutekjur. Þetta fallega fjölskylduhús er staðsett í rólegri götu stutt frá Grundaskóla, leikskólum, íþróttamannvikjum, golfvellinum og Langasandi. 
AUKA ÍBÚÐ MEÐ SÉRINNGANG - MÖGULEIKI Á GÓÐUM LEIGUTEKJUM

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN / FÁ SENT SÖLUYFIRLIT

SJÁ MYNDBAND (VIDEO) AF EIGN


Aðal íbúð:
Forstofa hússins er flísalögð, fataskápur.  Innra hol rúmgott, inn af gangi er þvottahús, á gangi er stór fataskápur.
Innangengt í eldhús af gangi og úr holi. Kamína í stofu. 
Eldhús með eikarinnréttingu
3 stór og rúmgóð svefnherbergi ( voru 4 svefnherbergi )
Stór og rúmgóð stofa, borðstofa og bogadreginn sólskáli með hita í gólfi, úr sólskála er gengið út á sólpall með skjólgirðingu og heitur pottur. 
Aðalbaðherbergi flísalagt, hiti í gólfi, innrétting, baðkar og sturta.
Gestasnyrting inn af forstofu, nýlega flísalagt.

Aukaíbúð: 
Sérinngangur, rúmgott hol með miklu skápaplássi, stigi upp á efri hæð, undir stiga er lítil geymsla.
Íbúðin á efri hæð er opið rými með eldhúskrók. 
Baðherbergi með sturtuklefa. Úr stofu íbúðar er gengið út á rúmgóðar hellulagðar svalir með einstöku útsýni. 

Bílskúrinn er rúmgóður, allur flísalagður. 

Endurbætur á liðnum árum:
skolplögn var lögð ný frá lóðarmörkum meðfram húsi og inn í hús árið 2002.  
Aðalbaðherbergi 2006 og gesta snyrting.
Skolplagnir húss hafa verið endurnýjaðar,
Neysluvatnslagnir heitt og kalt endurnýjaðar og ofnalagnir á efri hæð.
Innkeyrsla steypt og hellulögð með hita,
Endurnýjað gler í bílskúr og ný loftaklæðning.
Nýlegt parket á öllum herbergjum á neðri hæð.
Gler í sólstofu 2017.
Járn á þaki og þakkantur endurnýjaður 2017 og 2019,
Svalahurð og gluggi í aukaíbúð endurnýjað 2021
Heitur pottur settur upp og sólpallur settur niður á fast 2021
Sprunguviðgert og málað að utan sumarið 2022.  
Nýtt gler í útihurð og öryggisgler á baði í aukaíbúð.

2025: Búið er að sprungufylla í allar þær sprungur sem sjást og setja þéttingu og inndælingarefni í þær. (sólstofa)
Þétt í tvo glugga í sólstofu með inndælingarefni og enginn leki hefur orðið eftir það. Allt haft opið í 3 mánuði til að sjá að þétting standist allt veður áður en öllu var lokað aftur og gengið frá.
Tenglum bætt við í sólstofu. Skipt út tenglum.
Auka íbúð nýmáluð af málarameistara, bæði loft og veggir.

Eignin er staðsett í rólegri götu og er stutt frá  Grundaskóla, leikskólum, íþróttamannvikjum, golfvellinum og Langasandi. 

Nánari upplýsingar veitir:
Oliver Bergmann löggiltur fasteignasali / s. 787 3505 / oliver@primafasteignir.is

__________________________________________________________________________________________

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRIMA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Prima fasteignasala ehf

Prima fasteignasala ehf

Suðurlandsbraut 6
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
8. feb. 2024
105.600.000 kr.
123.000.000 kr.
285.2 m²
431.276 kr.
12. okt. 2012
33.550.000 kr.
48.000.000 kr.
285.2 m²
168.303 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Prima fasteignasala ehf

Prima fasteignasala ehf

Suðurlandsbraut 6