Lýsing
Húsið er skemmtilega skipulagt, klætt með báru og með góðan garð á móti sólu.
Eignin afhendist fullfrágengin að innan sem utan. Lóðin er þökulögð ásamt timburpalli og heitum potti, malarlagt bílaplan. Sorptunnuskýli fyrir 3 tunnur.
Nánari lýsingu má fá hjá fasteigansala. Halldór Freyr Sveinbjörnsson - 6932916 - halldor@fastgardur.is
Skipulag eignar: Anddyri, gangur, þrjú svefnherbergi, í opnu alrými er stofa / borðstofa og eldhús, baðherbergi/þvottahús og Bílskúr
Lýsing eignar:
Lóðin: Sólrík suðvestur baklóð sem nýtur sólar allan daginn. Á baklóðinni er hægt er að ganga út úr húsi úr stofu. Þar er trépallur og heitur pottur, lóðin er þökulögð. Garðkrani er á vegg. Innkeyrsla og aðkoma fyrir framan hús er malarlögð. Sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur er komið.
Útveggir
Útveggir eru klæddir með loftræstri liggjandi báruálklæðningu, grá að lit sem er brotin upp með standandi klæðningu.
Þak
Þak er hefðbundið niðurtekið kraftsperruþak með 18° þakhalla. Ofan á sperrur kemur borðaklæðning þakpappi og að lokum bárujárn, svart að lit. Þak er einangrað með 200mm þakull.
Þakkantar og vindskeiðar
Þakkanntar og vindskeiðar eru úr timbri svartar að lit, undirklæðningin er einnig úr timbri í svartar lit. Rennur eru innfeldar í þakkant og eru úr stál-Svartur, tengdar frárennslislögnum í púkk á lóð. Niðurfallsrör eru 70mm úr sama efni.
Gluggar og útihurðir
Gluggar og hurðir eru úr ál/timbri hvítir að innan, svartir að utan að lit, gler í gluggum er tvöfalt K-einangrunargler. Tvöfalt samlímt öryggisgler er í gólfsíðum gluggum/hurðum, sem og öllum gluggum/hurðum sem eru allt að 600mm frá gólfi. Allar útihurðir (hurðarflekar) eru 900 mm að breidd.
Frágangur innanhúss:
Gólf
Ljósar flísar á bað, anddyri og þvottahús. Ljóst parket á önnur gólf.
Innveggir
Veggir milli íbúða eru byggðir upp úr timbur grind, einangraðir og klæddir með gifsi íbúðarmegin. Veggur milli skúrs og íbúða eru byggðir úr timburgrind, einangraðir og klæddir með gifsi og full málaðir með ljósm lit. Veggir á baðherbergi er flísalagðir að hluta.
Loft
Kraftsperrur eru í húsinu og öll loft eru niðurtekin. einangrað og klætt með tvöföldu gifsi full málað og með innfeldri halogenlýsingu í stofu.
Lagnir:
Skólplagnir eru tengdar fráveitukerfi í götu. Rör í rör kerfi er fyrir neysluvatn og er undir botnplötu og tengt við tengikistur. Gólfhiti er í húsinu.
Raflagnir:
Rafmagnslögn er fullfrágengin. Innfelld lýsing með dimmerum er í alrými (gangur, stofa og eldhús). Kúplar á bað og í þvottahúsi og lýsing komin í svefnherbergin. Ídráttarrör eru lögð undir plötu frá töfluskáp og út í garð. Tenglar eru í þakskyggni bæði að framan og aftan, hugsaðir til að stinga jólaseríum í samband.
Fráveitulagnir
Skólplagnir eru tengdar fráveitu kerfi í götu. Frárennslislagnir eru tengdar í grjótpúkk á lóð.
Eldhús: Hefðbundin eldhúsinnrétting í ljósum lit.. Helluborð, bakaraofn og innfelld uppþvottavél fylgja. Ísskápur fylgir ekki en reiknað er með 60 sm breiðum skáp í innréttinguna, allt að 2,03 m háum.
Baðherbergi: Flísalagt með ljósum flísum. Hefðbundin baðinnrétting, skápur, handklæðaofn og upphengt salerni, Grohe blöndunartæki eru í sturtu.
Þvottahús: Plastlögð borðplata. Upphækkun er undir þvottavél og þurrkara með skúffu og útdraganlegu vinnuborði undir. Flísalagt gólf.
Bílskúr: Full málaður með epoxy á gólfi og rafmagnsopnara á bílskúrshurð.
Annað:
· Byggingargjöld og gatnagerðargjald eru greidd.
· Búið er að taka inn vatn og rafmagn og borga tiltekin gjöld.
· Kaupandi greiðir 0,3 % skipulagsgjald þegar það er lagt á við endanlegt brunabótamat.
ATH: Myndir eru tölvuteiknaðar.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður