
Lýsing
Um er að ræða 3ja herbergja 94,3 fm íbúð á 1. hæð merkt 01.02 við Vatnsstíg 20.
Samkvæmt skráningu Fasteignaskrár HMS er birt flatarmál eignarinnar 94,3 fm, þar af er íbúðin skráð 86,1 fm og flatarmál geymslu sem merkt er 00.07 á
teikningu er 8,2 fm. Skipulag eignar: Anddyri, hol, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, tvö svefnherbergi og þvottahús.
Komið er inn í forstofu með fataskáp.
Opið alrými er með góðu og vel búnu eldhúsi, spónlögð innrétting með quartz-steins bekkplötur, eyja er með spanhelluborði, eldhústæki eru frá Miele.
Stofan er opin og björt og rúamr vel borðstofu og setustofu. Gluggar eru gólfsíðir og góðar, inndregnar svalir í suður.
Svefnherbergi eru 2, bæði með skápum.
Baðherbergi er flísalagt með góðri innréttingu með undirfelldum vaski, bæði baðkar með upphengdri sturtu.
Þvottahús er innan íbúðar, þar er borðplata með vaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Góð lofthæð eða 2,7 metrar nema þar sem loft eru niðurtekin.
Innréttingar eru frá GKS trésmiðju (íslenskar).
Skuggahverfi er vinsælt hverfi á einum besta útsýnisstað borgarinnar, með útsýni yfir miðborgina og út á Faxaflóann. Stutt er í iðandi mannlíf, alla
þjónustu; verslanir, veitingastaði og afþreyingu af ýmsu tagi, hvort sem horft er til miðborgarinnar, Grandagarðs, Skólavörðuholtsins og víðar.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.