Lýsing
Rúmgóð íbúð á fyrstu hæð í fjölbýli í norðurbænum í Hafnarfirði. Íbúðin hefur verið endurnýjuð alveg síðustu tvö ár. Þrjú svefnherbergi og tvö salerni. Sérmerkt bílastæði. Góð sérgeymsla.
EIGNIN VAR SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN SEM GEKK EKKI EFTIR OG ÞVÍ ER EIGNIN KOMIN AFTUR Á SÖLU
Íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi með suðursvölum. Íbúðin er 112,3 fm og sérgeymsla í kjallara 11,5 fm, alls 123,8 fm. Þrjú svefnherbergi og gert ráð fyrir fjórða herberginu á upphaflegri teikningu. Baðherbergi, þvottahús/salerni, eldhús og góð stofa. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í kjallara og góður aðgangur að sérgeymslunni þar hjá. Stór sameiginlegur garður. Eitt sérmerkt bílastæði fyrir íbúðina. Sameiginlegar hleðslustöðvar fyrir rafbíla íbúa á bílastæðinu. Íbúðin er nýuppgerð og húsið hefur mikið verið endurnýjað að utan á síðustu árum. Ljósleiðari.
Góð staðsetning í norðurbæ Hafnarfjarðar með gott aðgengi að stofnbraut og strætó. Norðurbærinn er afar skemmtilegt svæði og stutt er í alla helstu þjónustu svo sem matvörubúð, strætó, leikskóla, grunnskóla, verslanir og útivistarsvæði. Einnig er ekki langt niður að höfn, í miðbæ Hafnarfjarðar og í sundhöllina.
Skipulag íbúðarinnar er þannig:
- Anddyri með nýjum fataskáp.
- Björt stofa með gluggum í suður og útgengi á suðursvalir.
- Rúmgott eldhús með borðkrók og nýjum innréttingum og flísum.
- Þvottahús með salerni og nýjum innréttingum og flísum.
- Aflokanlegur gangur að baðherbergi og þremur svefnherbergjum.
- Rúmgott baðherbergi með nýjum flísum og innréttingum, wc, baðker með sturtu.
- Stórt hjónaherbergi með útgengi á suðursvalirnar, nýr stór fataskápur.
- Tvö barnaherbergi, annað minna, bæði með nýjum fataskápum.
- Hægt er að útbúa fjórða sérherbergið í stofunni (samkvæmt upprunalegum teikningum).
Íbúðin hefur verið gerð upp á síðustu tveimur árum, gólfefni og hurðir frá Birgisson, skápar, innréttingar og flest tækjanna frá IKEA. Innbyggðir eldhúsofnar og uppþvottavél, spanhelluborð. Ný rafmagnstafla íbúðar og nýir rofar/tenglar, ný ljós fylgja og sum með þriggja þrepa ljósstyrk. Nýir miðstöðvarofnar og ofnlokar. Íbúðin hefur verið heilmáluð í ljósum litum. Slökkvitæki, nýir reykskynjarar (10 ára ending) í öllum herbergjum og eldhúsi. Semja má um kaup á 75“ sjónvarpinu og kæliskápnum.
Á síðustu 12 árum hafa verið miklar framkvæmdir á vegum húsfélagsins. Þakjárn, þakrennur og niðurfallsrör hafa verið endurnýjuð. Nær allir gluggar hússins endurnýjaðir og svaladyr íbúðarinnar. Allar hliðar hússins, nema hliðarnar sem snúa að bílaplaninu, hafa verið viðgerðar og málaðar eða klæddar. Kynntar hafa verið áætlanir um framkvæmdir á þessum hliðum sem eftir eru en ekkert hefur verið samþykkt. Fjórar nýjar rafhleðslustöðvar og sorpskýli. Nánari lýsing hjá seljanda.
Breiðvangur 9-11-13 er þriggja hæða fjölbýlishús með þremur stigagöngum og kjallara undir öllu húsinu. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Byggingarár stigagangs númer 11 er skráð 1976 með sex í búðum. Húsið er staðsteypt, gluggar og hurðir úr timbri, valmaþak með þakjárni. Lóðin er sameiginleg leigulóð í eigu Hafnarfjarðar. Bílastæði eru í sameign en samkomulag er um að hver íbúð eigi eitt merkt stæði. Húsfélag er fyrir húsið allt og annað fyrir sjálfan stigaganginn í númer 11. Innifalið í húsgjöldum er almennur rekstur, allur hitakostnaður, rafmagn í sameign, þrif í sameign, þrif sorptunna og umhirða lóðar.
Seljandi sér um kynningu fasteignarinnar en fasteignasali annast skjalagerð og viðskiptin. Nálgast má söluyfirlit og fyrirspurnarform hér á síðunni. Hafið samband til að bóka tíma í skoðun, með tölvupósti jonhjaltiasm@hotmail.com og í síma 8943834. Tilboðsgerð fer fram með rafrænum hætti.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
Vegna auglýsingar á vefsvæðinu fasteignir.is:
Löggiltur fasteignasali, eða aðili með heimild til að annast milligöngu við sölu fasteigna og skipa, sér um auglýsingu eignar. Hluti af hans hlutverki er að annast alla nauðsynlega skjalagerð, svo sem söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, veðleyfi og afsal, eftir því sem við á hverju sinni. Viðskiptin eru framkvæmd í samræmi við lög nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þannig er tryggt að varnir gegn peningaþvætti séu virtar og að réttarstaða kaupanda og seljanda er glögg.