Opið hús: Hringbraut 95, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 2. júlí 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Björt og falleg 3ja herbergja íbúð á 2. hæð (efstu) með gluggum á þrjá vegu og yfirbyggðum svölum við Hringbraut 95. Aðkoma er frá Grandavegi.
Allar upplýsingar veitir:
Haraldur Björnsson löggiltur fasteignasali í s. 787-8727, haraldur@gardatorg.is.
Nánari lýsing:
Komið er inn á forstofuhol með stórum nýlegum fataskáp. Harðparket á gólfi sem flæðir inn stofu, eldhús, gang og herbergi. Stofa er björt með útgengi út á yfirbyggðar 5fm svalir sem ekki eru inní fm tölu eignar.
Eldhús er opið við stofu með hvítri innéttingu ,ofn í vinnuhæð og spanhelluborð. Tengi fyrir uppþvottavél. Rúmgóð borðstofa við eldhús og stofu.
Baðherbergi er fallegt, nýlega tekið í gegn. Hvít innrétting með góðum skáp. Skolvaskur og stór spegill með innbyggðri lýsingu.
Hjónaherbergi er með innbyggðum fataskápum og tveimur gluggum. Barnaherbergi er rúmgott.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús með sértengi og sérgeymsla. Á sameiginlegu bílaplani við fjölbýlið er sérmerkt stæði.
Hér er um að ræða bjarta og skemmtilega eign sem vert er að skoða!
Viðhald: Að sögn seljenda var járn á þaki endurnýjað fyrir um 10 árum og málað aftur 2024. Allir gluggar endurnýjaðir með hljóðeinangrandi gleri. Hús múr viðgert 2024 ásamt því að húsið var drenað.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Björnsson Framkvæmdastjóri / Eigandi, í síma 7878727, tölvupóstur haraldur@gardatorg.is.
Eignin Hringbraut 95 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-5305, birt stærð 77.2 fm.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Garðatorg eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð