Fasteignasalar Landmark á staðnum.
Lýsing
OPIÐ HÚS SUNNUDAG 6.JÚLÍ KL.16:00-16:30.
Fasteignasalar frá LANDMARK á staðnum.
Um er að ræða vel skipulagt og mikið endurnýjað sex herbergja 178.2 m2 endaraðhús á einni hæð við Efstalund 15 í Garðabæ.
Eignin stendur á jaðarlóð í enda götu og er stórglæsilegt útsýni til suðurs og austurs úr húseign, gróin endalóð og gott svæði framan við húseign.
Steypt verönd meðfram húsi til austurs og suðurs, búið er að leggja fyrir heitum potti á verönd til suðurs.
Vandaðar innréttingar og gólfefni í húseign sem að hefur fengið algjöra endurnýjun á s.l 2 árum.
Birtar stærðir skv. Þjóðskrá Íslands:
Íbúðarrými er 146.2 fm merkt 01-01-01, bílskúr er 32 fm merkt 02-01-01 alls 178.2 fm og að auki er geymsluskúr á baklóð.
Nánari upplýsingar um eign:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 7700 309 eða th@landmark.is
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.
Eignin skiptist í:
Forstofu, hol/gang, stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpsstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, bílskúr og geymsluskúr í garði.
Nánari lýsing á eign:
Komið er innaf götu í forstofu og í forstofunni er búið að gera allt klárt til þess að setja upp gestasalerni, lagnir og kassi komin í vegg.
Hol/gangur þangað sem að gengið er í önnur rými eignar.
Stofa, borðstofa og eldhús er eitt opið og bjart rými með gluggum á tvo vegu og er glæsilegt útsýni úr stofu til austurs og suðurs, útgengi á steypta verönd úr stofu.
Eldhús er með vandaðri og fallegri eldhúsinnréttingu og vönduðum eldhústækjum, vegleg eldhúseyja með helluborði í, mjög gott skúffu og skápapláss í eldhúseyju, tækjaskápur og búsrkápur í innréttingu, innbyggður ísskápur og uppþvottavél í innréttingu.
Frontar á eldhúsinnréttingu er frá Svansverk.
Innaf stofu er rúmgott sjónvarpsherbergi (sem að væri hægt að nota sem fjórða svefnherbergi).
Þrjú rúmgóð svefnherbergi innaf herbergjagangi (voru fjögur áður).
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, Walk-in sturtuklefi með glerskilrúmi, vegghengt salerni og snyrtileg innrétting undir vask, búið er að leggja fyrir handklæðaofn í vegg, opnanlegur gluggi á baðherbergi.
Rúmgott þvottaherbergi með góðum skápum og innréttingum, innrétting undir þvottavél og þurrkara, vinnuborð með skolvask, útgengi er úr þvottahúsi.
Bílskúr er rúmgóður og er útgengi bakatil úr bílskúr út til suðurs.
Út á verönd til suðurs er geymsluskúr og þá er búið að gera ráð fyrir heitum potti á verönd.
Gólfefni: Flísar á gólfum húseignar.
EIGNIN HEFUR VERIÐ ENDIRNÝJUÐ Á S.L. 2 ÁRUM:
-Skipulagi hefur töluvert verið breytt í húseign.
-Neyslu og frárennslislagnir endurnýjaðar. Raflagnir, efni og rofar endurnýjaðar
-Allar innréttingar, skápar og hurðar eru endurnýjaðar innihurðar eru sérsmíðaðar frá MOOD Interiors og frontar á eldhúsinnréttingu eru frá Svansverk.
-Allt gólfefni endurnýjað og lagðar á heildareignina flísar frá MOOD Interior 1.20 x 1.20 cm.
-Steypt verönd meðfram austurhlið og til suðurs.
-Þak endurnýjað fyrir 8 árum að sögn eigenda.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar mig allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat