Lýsing
Miklaborg kynnir:
Virkilega björt og falleg 116,5 fm 3ja herbergja íbúð á 3.hæð (efstu) ásamt stæði í lokaðri bílgeymslu.
NÁNARI LÝSING: Gengið inn í anddyri með skápum og þaðan inn í hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðarinnar. Eldhús er með fallegri eikarinnréttingu, flísar á milli efri og neðri skápa, eldunareyja og innbyggð uppþvottavél. Eldhús er opið inn í bjarta stofu með stórum gólfsíðum gluggum. Stofan skiptist í stofu og borðstofu. Úr stofu er gengið út á svalir með svalarlokun og snúa þær í vestur. Hjónaherbergið er rúmgott og með fataherbergi. Einnig er rúmgott barnaherbergi með skápum. Baðherbergið er með fallegri innréttingu, góðu skápaplássi og þröskuldslausum sturtuklefa. Rúmgott sér þvottahús er innan íbúðar.
GÓLFEFNI: Fallegt harðparket er á öllum gólfum nema baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf og flísar eru á þvotttahúsi.
Rúmgóð sameignleg hjóla- og vagnageymsla er í kjallara ásamt góðri sér geymslu og stæði í lokaðri bílgeymslu.
Falleg horníbúð sem vert er að skoða
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason löggiltur fasteigansali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is