Opið hús: Leirutangi 37, 270 Mosfellsbær, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 8. júlí 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Fjögurra herbergja 103.3 fm sérhæð á þessu vinsæla svæði í Mosfellsbæ með sérgarði til suðurs.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 103,3 fm.
Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, svefnloft (geymsluloft), stofu, eldhús/alrými, baðherbergi og þvottahús.
Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð.
Hol er parketlagt, frá holi er gengið inn í öll herbergi og upp á loft.
Alrými - þar er gert ráð fyrir eldhús og stofu.
Svefnherbergin niðri eru tvö, bæði parketlögð með hvítlökkuðum fataskápum.
Baðherbergið hefur verið endurnýjað. Vegghengt salerni, innbyggð sturtutæki frá Tengi, handklæðaofn og speglaskápur, flísar frá Birgisson.
Þvottahús með máluðu gólfi.
Loft er yfir hluta íbúðarinnar. Loftið með tveimur þakgluggum og er skráð 10,8 fm en nýtanlegir fm eru mun fleiri. Parket er á gólfi.
ATH - Ástandsskýrsla var unnin fyrir núverandi eiganda fasteignar og fór eigandi í framkvæmdir í kjölfar niðurstöðu skýrslunnar.
Þeim framkvæmdum er ólokið eins og sést á myndum úr alrými.
Eignin selst í því ástandi sem hún er við skoðun.
Nánari upplýsingar veita Sigurður Fannar lögg.fasteignasali í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is
Jens Magnús Jakobsson lögg. fasteigansali 893-1984 eða magnus@eignaland.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.