Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2008
83,8 m²
2 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sameiginl. inngangur
Lyfta
Opið hús: 7. júlí 2025
kl. 17:00
til 17:30
Opið hús: Norðurbakki 19, 220 Hafnarfjörður, Íbúð merkt: 03 03 05. Eignin verður sýnd mánudaginn 7. júlí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Valhöll kynnir: Bjarta og fallega 83,8 fm útsýnisíbúð á þriðju hæð með stæði í lokaðri bílageymslu í vönduðu lyftuhúsi á Norðurbakkanum. Íbúðin sem er rúmgóð 2ja herbergja er með fallegum eikar innréttingum, rúmgóðu alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi þaðan sem útgengt er á svalir í suð-vesturátt. Gólfsíðir gluggar eru í eigninni og er fallegt útsýni bæði út á höfnina og út á haf. Sérþvottahús innan íbúðar. Gólfhiti er í íbúðinni. Sameign er sérlega snyrtileg.
Nánari lýsing:
Anddyri er með góðum fataskáp. Parket á gólfi.
Alrými er stórt og rúmar eldhús, borðstofu og stofu – gengið er út á svalir mót suð-vestri úr alrými. Stofan rúmar vel borðstofu, eldhúsi og setu- og sjónvarsstofu, gólfsíðir gluggar.
Eldhúsið: er með eikarinnréttingu, góðri eyju með helluborði og gufugleypi. Blásturofn er í vinnuhæð og uppþvottavél er innbyggð.
Inn af eldhúsi er þvottahús með vaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, innrétting og góð lýsing.
Rúmgott Svefnherbergi með góðum skápum, parket á gólfi.
Allar innréttingar og innihurðir íbúðarinnar eru spónlagðar með eik og ljúflokum á eldhúsinnréttingu.
Gólfefni; Eikarparket er á allri íbúðinni nema í baðherbergi og þvottahúsi, þar eru flísar.
Sér geymsla tilheyrir íbúðinni (7,4 fm) staðsett á jarðhæð.
Sameiginleg hjóla- og vangageymsla er á jarðhæð.
Eiginni tilheyrir gott stæði í lokaðri bílageymslu og er búið að setja upp rafhleðslukerfi í húsinu og er uppsett stöð við bílastæðið sem hægt er að leigja.
Húsið sem var byggt árið 2011-12 af Eikt byggingafélagi, er vandað og klætt viðhaldslítilli klæðningu að utan, mynddyrasími er í anddyri. Þrjár íbúðir eru á hverri hæð.
Sér bílastæði og geymsla fylgja íbúðinni, vel staðsett. Í bílageymslu er aðstaða til þvotta, sameiginlega vagna- og hjólageymsla og vel frá öllu gengið.
Sameign og lóð er fullfrágengin með snjóbræddum bílageymslurampa og hellulögðum göngustígum.
Norðurbakkinn í Hafnarfirði er einstaklega vel staðsett og frágengið hverfi, stutt er á kaffihús, veitingastaði, banka, verslun sund og þjónustu sem og einstaklega fallegar gönguleiðir.
Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 691-1931 eða oskar@valholl.is
Nánari lýsing:
Anddyri er með góðum fataskáp. Parket á gólfi.
Alrými er stórt og rúmar eldhús, borðstofu og stofu – gengið er út á svalir mót suð-vestri úr alrými. Stofan rúmar vel borðstofu, eldhúsi og setu- og sjónvarsstofu, gólfsíðir gluggar.
Eldhúsið: er með eikarinnréttingu, góðri eyju með helluborði og gufugleypi. Blásturofn er í vinnuhæð og uppþvottavél er innbyggð.
Inn af eldhúsi er þvottahús með vaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, innrétting og góð lýsing.
Rúmgott Svefnherbergi með góðum skápum, parket á gólfi.
Allar innréttingar og innihurðir íbúðarinnar eru spónlagðar með eik og ljúflokum á eldhúsinnréttingu.
Gólfefni; Eikarparket er á allri íbúðinni nema í baðherbergi og þvottahúsi, þar eru flísar.
Sér geymsla tilheyrir íbúðinni (7,4 fm) staðsett á jarðhæð.
Sameiginleg hjóla- og vangageymsla er á jarðhæð.
Eiginni tilheyrir gott stæði í lokaðri bílageymslu og er búið að setja upp rafhleðslukerfi í húsinu og er uppsett stöð við bílastæðið sem hægt er að leigja.
Húsið sem var byggt árið 2011-12 af Eikt byggingafélagi, er vandað og klætt viðhaldslítilli klæðningu að utan, mynddyrasími er í anddyri. Þrjár íbúðir eru á hverri hæð.
Sér bílastæði og geymsla fylgja íbúðinni, vel staðsett. Í bílageymslu er aðstaða til þvotta, sameiginlega vagna- og hjólageymsla og vel frá öllu gengið.
Sameign og lóð er fullfrágengin með snjóbræddum bílageymslurampa og hellulögðum göngustígum.
Norðurbakkinn í Hafnarfirði er einstaklega vel staðsett og frágengið hverfi, stutt er á kaffihús, veitingastaði, banka, verslun sund og þjónustu sem og einstaklega fallegar gönguleiðir.
Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 691-1931 eða oskar@valholl.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
30. jún. 2011
9.270.000 kr.
49.772.000 kr.
205.3 m²
242.435 kr.
9. maí. 2011
9.270.000 kr.
655.000.000 kr.
9456.6 m²
69.264 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025