Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þóra Birgisdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2022
svg
117,6 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús

Lýsing

Esja Fasteignasala og Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 kynna einstakt hönnunarhús þar sem hugsað hefur verið fyrir öllum nútíma þægindum við Lundskóg í Fnjóskárdal til sölu.
Um er að ræða nýtt og fullbúið sumarhús á 5.000 fm. lóð í grónu og fallegu um hverfi með útsýni yfir Lundsvöll og til austurs yfir Fnjóskárdalinn.
Húsið er skráð 117,6 fm. skv. Fasteignaskrá HMS, þar af er gólfflötur neðri hæðar 97,5 fm. en efri hæðar 59,4 en hún er töluvert undir súð.
Þá er komin steypt plata fyrir 27 fm. bílskúr til hliðar við húsið, teikning getur fylgt með. Húsið er full búið og fékk lokaúttekt sumarið 2024.
Í húsinu eru; á neðri hæð, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/tæknirými, forstofa/uppganga, alrými/stofa og eldhús, á efri hæðinni eru VIP herbergi, sjónvarpshol, geymsla og niðurganga.
Nánari lýsing; komið er inn í glæsilega forstofu með panelklæddum veggjum og skáp. Þaðan er gengið upp á efri hæðina um teppalagðan stiga.
Glæsilegt alrými með mikilli lofthæð og uppteknum loftum, glæsilegu eldhúsi með nægu skápaplássi, góðri vinnuaðstöðu, öllum eldhústækjum sem fullbúið eldhús þarf og eyju sem snýr að borðstofunni.
Stofan sjálf er í alrýminu í góðu flæði við eldhús/borðstofu, gluggar eru á þrjá vegu í þessu rými og gengið út á veröndina til suðurs út frá stofunni - veröndin umlykur húsið og er því góð framlenging á alrými hússins.
Baðherbergi er glæsilega innréttað með vönduðum tækjum, flísalagt og með góðri innréttingu, "walk-in" sturtuklefi er í rýminu, handklæðaofn og upphengt salerni. Frá baðherberginu er gengið út á pallinn þar sem heitur pottur og útiaðstaðan er.
Svefnherbergi eru 3 á neðri hæðinni, innst á gangi/holi aðeins frá alrýminu. 
Þvottahús/tæknirými er í sérhebergi, flísalagt með vandaðri innréttingu þar sem vélar eru í vinnuhæð og gluggi er með opnanlegu fagi.
Efri hæðin nær ekki yfir allan gólfflöt neðri hæðar - en glæsilegt sjónvarps- eða tómstundarými er með sérsmíðaðri gler/stálhurð sem opnast yfir stofurýmið og tryggir birtuflæði inn á efri hæðina að sunnanverðu. Meðfram súðinni eru góðar geymslur og eitt rýmið er nánast eins og fataherbergergi eða geymsla.
Stórt svefnherbergi er í vestur enda rýmisins en þar er hægt að innrétta eftir ýmsum leiðum svo sem með skápum eða sérsmíðuðum innréttingum meðfram súðinni eða nýta áfram sem opið og stórt herbergi.
Húsið og umhverfi þess er hannað af Ólafi Jenssyni innanhússarkitekt og lýsingahönnuði og er hönnun þess, efnisval og frágangur alltaf miðað að kröfuhörðum nútíma neytendum sem skilar einstaklega fallegu, notendavænu og praktísku húsi.
Gólfhiti er í öllum rýmum á neðri hæð, stýringar ásamt rafmagnstöflu eru í tæknirými/þvottahús. Vínilparket frá Harðiðaval er á gólfum neðri hæðar ásamt flísum á baðherbergi og þvottahúsi. Teppi frá Harðiðaval er á stigauppgöngu og á efri hæð sem er bæði notalegt og glæsilegt í senn.  Vandaðar gardínur frá Vouge í fallegum hör stíl gefa notalegt yfirbragð á stofuna.
Vandaðar hljóðeinangrandi loftaplötur frá Parka eru í öllum loftum, fingruð samskeyti á plötum, því sjást enginn samskeyti en þetta tryggir góð hljóðvist er í húsi.
Húsið sjálft er klætt með sprautaðri innfluttri lerkiklæðningu, sem er viðhaldsfrí. Pallurinn er klæddur með 21.cm breiðum, viðhaldsléttum, Bambus borðum frá Flexi.is  
Veggir innandyra eru klæddir gifsi, en er með timbur undir alls staðar sem gefur gott grip fyrir upphengdahluti og málverk. Ljósleiðari er tengdur inn í hús.
Bílskúrsplata er klár að öllu leyti, gólfhitalagnir, rafmagn og vatnslagnir.
Þetta er einstkök hönnunarperla sem er fullbúin á vandaðan máta - umhverfi er gróið og líflegt í senn, stutt í golf á Lundsgolfvelli og í litla verslun og þjónustu.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@esjafsateignasala.is
 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

img
Þóra Birgisdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Esja fasteignasala
Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

Esja fasteignasala

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
phone
img

Þóra Birgisdóttir

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

Esja fasteignasala

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
phone

Þóra Birgisdóttir

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík