Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1969
178,2 m²
5 herb.
1 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Opið hús: 6. júlí 2025
kl. 18:00
til 18:30
Opið hús: Álfhólsvegur 119, 200 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd sunnudaginn 6. júlí 2025 milli kl. 18:00 og kl. 18:30.
Lýsing
Nýtt á skrá! Opið hús - Álfhólsvegur 119 Kópavogi - sunnudaginn 6. júlí klukkan 18:00 - 18:30
--- Mikið endurnýjuð sérhæð með bílskúr með glæsilegu útsýni ---
Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir glæsilega, mikið endurnýjaða og vel skipulagða 5-6 herbergja (4-5 svefnherbergi) 178,2 fermetra efri sérhæð með sérinngangi, þar af 22,5 fermetra bílskúr, á þessum frábæra útsýnisstað við Álfhólsveg í Kópavogi. Glæsilegt útsýni til vesturs og norðurs út á sundin, að Öskjuhlíðinni, Nauthólsvíkinni, Esjunni og víðar. Góðar skjólgóðar svalir til suðurs.
Húsið er klætt á austur og suðurhlið og nýlega (2022) var húsið múrviðgert og málað. Þak var endurnýjað árið 2023 (dúklagt með PVC dúk) og þakkantur kláraður á norður- og vesturhlið hússins. Þá er nýlega búið að skipta um þá glugga og gler sem var komið á tíma. Auk þess var skipt var um bílskúrshurð árið 2022 (Vagnar og þjónusta) og rafmagnshurðaopnari settur upp.
Íbúðin hefur sömuleiðis verið endurnýjuð mikið á undanförnum árum. Nýlegir ofnar eru í allri hæðinni og búið er að endurnýja nánast allt rafmagn innan íbúðar ásamt rafmagnstöflu. Baðherbergi var endurnýjað að öllu leyti á afar smekklegan máta árið 2020. Þá er búið að endurnýja gólfefni (Egill Árnason) á hæðinni og þvottaherbergi endurnýjað að öllu leyti sömuleiðis. Auk þess er búið að endurnýja loft á svefngangi og svefnherbergjum, endurnýja innihurðir og sólbekki. Nánari viðhaldssaga fylgir söluyfirliti.
Eignin skiptist í forstofu, svefngang, fjögur svefnherbergi (voru fimm og væri hægt að breyta til baka), baðherbergi, eldhús, þvottaherbergi (og geymsla), sjónvarpsrými og stóra stofu, sem rúmar vel stofu og borðstofu. Suðursvalir eru út frá stofu. Mjög gott skipulag, stórir gluggar sem hleypa inn góðri birtu og glæsilegt útsýni. Góður 22,5 fermetra bílskúr.
Lýsing eignar:
Stigahol: Gengið inn um sérinngang í rúmgott stigahol. Flísalagður stigapallur með skápum.
Sjónvarpsrými: Með nýlegu harðparketi og glugga til vesturs.
Stofa: Með nýlegu harðparketi. Stofa er opin við sjónvarpsrými og borðstofu. Gluggar til suðurs, vesturs og norðurs með afar fallegu útsýni út á sundin, að Öskjuhlíðinni/Nauthólsvíkinni, Esjunni og víðar. Útgengi á svalir úr stofu.
Svalir: Snúa til suðurs og er útgengi frá stofu.
Borðstofa: Með nýlegu harðparketi á gólfi og gluggum til norðurs.
Eldhús: Með nýlegu harðparketi á gólfi og sprautulökkuðum eldhúsinnréttingum með góðu skápaplássi. Tengi fyrir uppþvottavél, stál Siemens bakaraofn og nýlegt Siemens spansuðuhelluborð. Borðkrókur og gluggi til norðurs.
Þvottaherbergi/geymsla: Er nýlega endurnýjað (klárað í mars 2025). Stórt og gott vinnupláss. Flísar á gólfum og innrétting í kringum þvottavél og þurrkara frá Axis. Rafmagn dregið fyrir þvottavél og þurrkara árið 2024.
Svefngangur: Með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi I: Með harðparketi og glugga til austurs.
Svefnherbergi II: Með harðparketi og glugga til vesturs.
Svefnherbergi III: Með harðparketi og glugga til suðurs.
Hjónaherbergi: Er stórt og með harðparketi á gólfi. Góðir skápar og gluggar til vesturs. Hjónaherbergi var stækkað á kostnað svefnherbergis.
Baðherbergi: Var endurnýjað á afar smekklegan máta árið 2020. Skipt um allar lagnir í veggjum og flísar frá Parka. Flísalögð sturta með glerþili og Innb. Grohe blöndunartækjum. Sérsmíðuð innrétting á baðherbergi frá Við & Við. Handklæðaofn og gluggi til austurs.
Bílskúr: Er 22,5 fermetrar, með köldu vatni, rafmagni og glugga til vesturs. Nýleg bílskúrshurð frá Vögnum og þjónustu og ný rafmagnsopnari á bílskúrshurð. Hitakompa hússins er staðsett undir bílskúr með sérinngang frá lóð.
Hús að utan: Virðist vera í ágætis ásigkomulagi. Steniklætt á austur og suðurhlið. Húsið múrviðgert og málað sumarið 2022. Vísast nánar til lýsingar hér að ofan.
Lóð: Er tyrfð og með hellulagðri stétt að húsi. Malarbílaplan fyrir framan bílskúra.
Staðsetning: Er afar góð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
--- Mikið endurnýjuð sérhæð með bílskúr með glæsilegu útsýni ---
Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir glæsilega, mikið endurnýjaða og vel skipulagða 5-6 herbergja (4-5 svefnherbergi) 178,2 fermetra efri sérhæð með sérinngangi, þar af 22,5 fermetra bílskúr, á þessum frábæra útsýnisstað við Álfhólsveg í Kópavogi. Glæsilegt útsýni til vesturs og norðurs út á sundin, að Öskjuhlíðinni, Nauthólsvíkinni, Esjunni og víðar. Góðar skjólgóðar svalir til suðurs.
Húsið er klætt á austur og suðurhlið og nýlega (2022) var húsið múrviðgert og málað. Þak var endurnýjað árið 2023 (dúklagt með PVC dúk) og þakkantur kláraður á norður- og vesturhlið hússins. Þá er nýlega búið að skipta um þá glugga og gler sem var komið á tíma. Auk þess var skipt var um bílskúrshurð árið 2022 (Vagnar og þjónusta) og rafmagnshurðaopnari settur upp.
Íbúðin hefur sömuleiðis verið endurnýjuð mikið á undanförnum árum. Nýlegir ofnar eru í allri hæðinni og búið er að endurnýja nánast allt rafmagn innan íbúðar ásamt rafmagnstöflu. Baðherbergi var endurnýjað að öllu leyti á afar smekklegan máta árið 2020. Þá er búið að endurnýja gólfefni (Egill Árnason) á hæðinni og þvottaherbergi endurnýjað að öllu leyti sömuleiðis. Auk þess er búið að endurnýja loft á svefngangi og svefnherbergjum, endurnýja innihurðir og sólbekki. Nánari viðhaldssaga fylgir söluyfirliti.
Eignin skiptist í forstofu, svefngang, fjögur svefnherbergi (voru fimm og væri hægt að breyta til baka), baðherbergi, eldhús, þvottaherbergi (og geymsla), sjónvarpsrými og stóra stofu, sem rúmar vel stofu og borðstofu. Suðursvalir eru út frá stofu. Mjög gott skipulag, stórir gluggar sem hleypa inn góðri birtu og glæsilegt útsýni. Góður 22,5 fermetra bílskúr.
Lýsing eignar:
Stigahol: Gengið inn um sérinngang í rúmgott stigahol. Flísalagður stigapallur með skápum.
Sjónvarpsrými: Með nýlegu harðparketi og glugga til vesturs.
Stofa: Með nýlegu harðparketi. Stofa er opin við sjónvarpsrými og borðstofu. Gluggar til suðurs, vesturs og norðurs með afar fallegu útsýni út á sundin, að Öskjuhlíðinni/Nauthólsvíkinni, Esjunni og víðar. Útgengi á svalir úr stofu.
Svalir: Snúa til suðurs og er útgengi frá stofu.
Borðstofa: Með nýlegu harðparketi á gólfi og gluggum til norðurs.
Eldhús: Með nýlegu harðparketi á gólfi og sprautulökkuðum eldhúsinnréttingum með góðu skápaplássi. Tengi fyrir uppþvottavél, stál Siemens bakaraofn og nýlegt Siemens spansuðuhelluborð. Borðkrókur og gluggi til norðurs.
Þvottaherbergi/geymsla: Er nýlega endurnýjað (klárað í mars 2025). Stórt og gott vinnupláss. Flísar á gólfum og innrétting í kringum þvottavél og þurrkara frá Axis. Rafmagn dregið fyrir þvottavél og þurrkara árið 2024.
Svefngangur: Með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi I: Með harðparketi og glugga til austurs.
Svefnherbergi II: Með harðparketi og glugga til vesturs.
Svefnherbergi III: Með harðparketi og glugga til suðurs.
Hjónaherbergi: Er stórt og með harðparketi á gólfi. Góðir skápar og gluggar til vesturs. Hjónaherbergi var stækkað á kostnað svefnherbergis.
Baðherbergi: Var endurnýjað á afar smekklegan máta árið 2020. Skipt um allar lagnir í veggjum og flísar frá Parka. Flísalögð sturta með glerþili og Innb. Grohe blöndunartækjum. Sérsmíðuð innrétting á baðherbergi frá Við & Við. Handklæðaofn og gluggi til austurs.
Bílskúr: Er 22,5 fermetrar, með köldu vatni, rafmagni og glugga til vesturs. Nýleg bílskúrshurð frá Vögnum og þjónustu og ný rafmagnsopnari á bílskúrshurð. Hitakompa hússins er staðsett undir bílskúr með sérinngang frá lóð.
Hús að utan: Virðist vera í ágætis ásigkomulagi. Steniklætt á austur og suðurhlið. Húsið múrviðgert og málað sumarið 2022. Vísast nánar til lýsingar hér að ofan.
Lóð: Er tyrfð og með hellulagðri stétt að húsi. Malarbílaplan fyrir framan bílskúra.
Staðsetning: Er afar góð miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
16. apr. 2020
62.450.000 kr.
57.500.000 kr.
178.2 m²
322.671 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025