Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hafdís Rafnsdóttir
Dórothea E. Jóhannsdóttir
Sigurður Gunnlaugsson
Jón Gunnar Gíslason
Hafliði Halldórsson
Aðalsteinn Bjarnason
Margrét Rós Einarsdóttir
Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Elka Guðmundsdóttir
Vista
svg

66

svg

55  Skoðendur

svg

Skráð  4. júl. 2025

fjölbýlishús

Hólmgarður 34

108 Reykjavík

102.900.000 kr.

851.821 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2508064

Fasteignamat

90.900.000 kr.

Brunabótamat

70.560.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1957
svg
120,8 m²
svg
3 herb.
svg
2 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta
Opið hús: 9. júlí 2025 kl. 17:30 til 18:00

Sunna Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali verður á staðnum og sýnir eignina. Nánari upplýsingar í síma 845-0517.

Lýsing

TORG FASTEIGNASALA KYNNIR Í EINKASÖLU: Fallega og bjarta tveggja hæða íbúð með þaksvölum í nýlega endurgerðu húsi við Hólmgarð 34, 108 Reykjavík. Eignin er samtals 120,8 fm., vel skipulögð á 2. hæð og telur stofu og eldhús í opnu alrými, tvö rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi, annað með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, stórar þaksvalir til suðurs með fallegu útsýni. Efri hæð íbúðarinnar er að hluta til undir súð og er því gólfflötur stærri en skráðir fermetrar. Sér geymsla í bakhúsi ásamt opnu hjólaskýli í sameign. Glæsileg eign sem vert er að skoða.

Fyrirhugað fasteignamat 2026 er kr. 99.450.000

Nánari upplýsingar veitir Sunna Sigurjónsdóttir lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 845-0517 eða sunna@fstorg.is.

Nánari lýsing neðri hæðar:
Forstofa:
Góður fataskápur sem nær upp í loft. Harðparket á gólfi. 
Baðherbergi I: Fallegar gráar flísar frá Ebson á gólfi og hluta af veggjum, walk in sturta með innbygðum svörtum blöndunartækjum, dökkbrún innrétting frá Ormsson, dökk kvarts steinborðplata með undirfelldum vaski, upphengt wc og svartur handklæðaofn. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: Er í björtu alrými, dökkbrún eldhúsinnrétting frá Ormsson, eldhúseyja með spanhelluborði og gufugleypi, innbygður ísskápur og uppþvottavélblástursofn í vinnuhæð, dökk kvarts steinborðplata með undirfelldum vaski. Harðparket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Rúmgóð með harðparketi á gólfi. Gengið er upp svartan stál stiga úr aðalrými íbúðar upp á aðra hæð. 

Nánari lýsing efri hæðar:
Svefnherbergi I:
Bjart og rúmgott með sérsmíðuðum fataskápum, harðparket á gólfi og útgengt á stórar svalir til suðurs.
Baðherbergi II: Rúmgott með þakglugga, fallegar gráar flísar frá Ebson á gólfi og hluta af veggjum, baðkar, dökkbrún innrétting frá Ormsson, dökk kvarts steinborðplata með undirfelldum vaski, upphengt wc, svartur handklæðaofn og gólfhiti.
Svefnherbergi II: Bjart og rúmgott með sérsmíðuðum fataskápum, harðparket á gólfi. 

Nánari upplýsingar:
-Sérsmíðaðar innréttingar frá Ormsson.
-Í eldhúsi og baðherbergi eru kvartz steinborðplötur frá Granítsmiðjunni ásamt undirfelldum vaski með svörtum möttum blöndunartækjum.
-Eldhústæki frá AEG/Ormsson.  
-Flísar í votrýmum frá Ebson.
-Klæðning er læst álklæðning, bæði veggir og þakvirki.
-Álgluggar
-Sameign er öll sú snyrtilegasta, geymslur í bakhúsi í skjólgóðum bakgarði.

Virkilega falleg eign í nýlega endurgerðu húsi í grónu hverfi miðsvæðis í borginni. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla- og leikskóla. Fossvogsdalur og aðrar náttúruperlur í göngufæri. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Fasteignasalan TORG

Fasteignasalan TORG

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
5. mar. 2021
52.500.000 kr.
72.000.000 kr.
120.8 m²
596.026 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasalan TORG

Fasteignasalan TORG

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
phone