Opið hús að Berjavöllum 2 Hafnarfirði, íbúð merkt 407, miðvikudaginn 9. júlí 2025 á milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Fallega og mikið endurbætta, rúmgóða 4ra herbergja íbúð á 4. hæð mér sérinngangi af svölum í góðu lyftuhúsi með stæði í bílgeymslu og yfirbyggðum svölum við Berjavelli 2 í Hafnarfirði. Vel staðsett eign á völlunum með alla helstu þjónustu í næsta nágrenni, skóli, leikskóli, sundlaug, líkamsrækt, matvöruverslun o.fl í göngufæri.
Eignin er skráð 87,6 fm skv HMS og skiptist í íbúð (merkt 010407) 83,6 fm, geymslu (merkt 01 0115) 4 fm, svalir (merktar 01 0417) og stæði í bílageymslu merkt 01B20.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa og eldhús er í opnu alrými með útgengt á rúmgóðar svalir í suður með svalalokun.
Eldhús með flísar á milli efri og neðri skápa, nýlegt span helluborð og nýlegur ofn ásamt tengi fyrir uppþvottavél.
Herbergi I er með fataskápum með parket á gólfi.
Herbergi II er með fataskáp og parket á gólfi.
Herbergi III er skráð sem vinnuherbergi/geymsla á teikningu en væri einnig hægt að nýta sem barnaherbergi.
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt með walk in sturtu og upphengt salerni.
Þvottahús er innaf baðherbergi stæði fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaskur, flísar á gólfi.
Sérgeymsla íbúðar er á jarðhæð ásamt sameiginlegri vagna-og hjólageymslu.
Bílastæði er vel staðsett í bílgeymslu merkt 01B20 með rafhleðslustöð.
Í bílgeymslu aðstaða til að þrífa bíla og sér herbergi til að geyma dekk í.
Endurbætur innan íbúðar 2022-2025:
**Svalalokun sett á svalir
**Walk in sturta sett í stað baðkars
**Upphengt salerni
**Rennihurð sett upp inná baðherbergið
**Parket endurnýjað á allri íbúðinni
** Helluborð og bakaraofn endurnýjað
Nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat