Upplýsingar
Byggt 1975
190,3 m²
5 herb.
Bílskúr
Lýsing
Betri Stofan Fasteignasala og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna 190,3fm, 5 herbergja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með 50fm bílskúr sem búið er að breyta í 2ja herbergja aukaíbúð að Eyrarbraut 12, 825 Stokkseyri, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 219-9595 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Góð aðkoma er að húsinu á steypt bílaplan. Fallegur afgirtur garður í kringum húsið með viðarpalli fyrir framan hús og á austurgafli hússins. Húsið skiptist í forstofu, rúmgóða stofu, eldhús með borðkrók, 4 svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og baði, gestasalerni ásamt rúmgóðu þvottahúsi með útgengi út í bakgarð. 50fm bílskúr sem var standsettur sem 2ja herbergja íbúð árið 2018. Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.
Fasteignamat fyrir árið 2026 skv. HMS er 73.100.000kr
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is
Eignin er staðsett á frábærum stað á Stokkseyri, litlu friðsælu sjávarþorpi á suðurströndinni í um 55 km fjarlægð frá Reykjavík og um 13km frá Selfossi. Stokkseyri er í dag hluti af sveitarfélaginu Árborg sem saman stendur af Selfossbæ, Eyrabakkahreppi, Stokkseyrarhreppi og Sandvíkurhreppi. Húsið er afar vel staðsett í nokkra mínútna göngufjarlægð frá grunnskólanum á Stokkseyri og leikskólanum Æskukoti. Þá stoppar frístundarrútu Árborgar rétt fyrir utan húsið. Stutt er í líkamsrækt, sund og einnig er fótboltavöllurinn í næsta nágrenni. Þá er stutt í hinn rómaða veitingastað Fjöruborðið, Veiðisafnið og Draugasetrið. Stutt í fallegar gönguleiðir meðfram ströndinni.
Húsið hefur fengið gott viðhald á síðustu árum þar sem árið 2017 var skipt um járn og pappa á þaki hússins, húsið múrviðgert og málað, skipt um öll opnanleg fög í gluggum, skipt um gler í öllum gluggum í húsi ásamt gluggum í bílskúr sem snúa inn í garð, nýjar útihurðir ásamt viðarpalli fyrir framan hús. Innanhús var skipt um gólfefni í öllum rýmum að undanskyldum baðherbergjum og þvottahúsi. 2018 var 2ja herbergja íbúðin í bílskúrnum endurnýjuð að mestu að innan. Leigutaki er í íbúðinni og tekur nýr eigandi yfir leigusamning við kaupsamning.
Eignin Eyrarbraut 12 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 219-9595, birt stærð 190.3 fm, þar af er húsið merkt 010101 skráð 140,3fm og bílskúr merktur 020101, skráður 50fm. Honum hefur verið breytt í 2ja herbergja íbúð með sérinngangi, skráður 50fm. Eigninni fylgir einnig geymsluskúr í garði sem ekki er talinn með í heildar fermetratölu eignar.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi. Upphengdir snagar á vegg. Gengið í forstofuherbergi og gestasalerni úr forstofu.
Gestasalerni: Innaf forstofu. Klósett, vaskur ofan á lítilli skápainnréttingu ásamt spegli fyrir ofan vask.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa.
Eldhús: Rúmgott eldhús, gengið í innaf stofu. Ljós eldhúsinnrétting með góða skápaplássi og borðkrók.
Þvottahús: Innaf eldhúsi. Rúmgott. Gengið út í bakgarð úr þvottahúsi.
4 Svefnherbergi: Fjögur rúmgóð svefnherbergi. Fataskápar í þremur af þeim.
Baðherbergi: Rúmgott með baði og sturtu. Flísar á gólfi og á vegg í sturtu. Dúkur á veggjum.
Gólfefni í húsi: Nýtt harðparket lagt á gólf í öllum rýmum að undanskyldu baðherbergi, gestasalerni og forstofu sem eru með flísum á gólfi ásamt gólfi á þvottahúsi sem er málað.
- Nýjar útihurðar
- Opnanleg fög endurnýjuð 2017 í öllum gluggum
- Gler og glerlistar endurnýjað 2017.
- Járn og pappi endurnýjað á þaki 2017.
- Hús málað og múrviðgert árið 2017.
Bílskúr: (2ja herbergja aukaíbúð)
Forstofa: Gengið inn um sérinngang í forstofu. Flísar á gólfi og upphengdir snagar á vegg.
Alrými: Rúmgott opið alrými með samliggjandi stofu og eldhúsi.
Eldhús: Opið við stofu. Ljós innrétting með efri og neðri skápum, bakaraofn, helluborði og háf.
Stofa: Rúmgóð og björt, opin við eldhús.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum við bað.
Svefnherbergi: Ágætlega rúmgott með fataskáp
Geymsla: Innbyggð geymsla aftast í bílskúr. Gengið í geymslu úr bakgarði.
Geymsluskúr: Rúmgóður geymsluskúr í bakgarði. Ekki inni í fermetratölu.
Lóð: Húsið stendur á 913fm lóð með steyptri innkeyrslu, tyrfðum aflokuðum garði í kringum hús með viðarverönd fyrir framan hús til suðvestur ásamt afgirtri viðarverönd til austurs.
Gott og vel skipulagt steinsteypt einbýlishús á einni hæð með 4 rúmgóðum svefnherbergjum á stórri lóð með nægum bílastæðum á malbikaðri innkeyrslu ásamt bílskúr sem búið er að útbúa sem 2ja herbergja íbúð og er í útleigu.
Mjög góð staðsetning í bænum með skólann og sundlaugina í nokkra metra fjarlægð ásamt hinum rómaða veitingastað Fjöruborðið. Þá er Frístundabíll sem stoppar nokkrum metrum fyrir utan húsið sem ekur alla virka daga og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins. Öll börn geta nýtt sér frístundabílinn og ekki er innheimt neitt gjald í bílinn. Þá er vert á að minnast á að það er skemmtilegur möguleiki að komast í nána snertingu við ósnortna náttúruna með því að fara í kajakaferðir um skerjagarðinn eða um tjarnirnar en fyrirtækið Kajakferðir er einnig í aðeins nokkra mínútna göngufjarlægð frá húsinu.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Fasteignamat fyrir árið 2026 skv. HMS er 73.100.000kr
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is
Eignin er staðsett á frábærum stað á Stokkseyri, litlu friðsælu sjávarþorpi á suðurströndinni í um 55 km fjarlægð frá Reykjavík og um 13km frá Selfossi. Stokkseyri er í dag hluti af sveitarfélaginu Árborg sem saman stendur af Selfossbæ, Eyrabakkahreppi, Stokkseyrarhreppi og Sandvíkurhreppi. Húsið er afar vel staðsett í nokkra mínútna göngufjarlægð frá grunnskólanum á Stokkseyri og leikskólanum Æskukoti. Þá stoppar frístundarrútu Árborgar rétt fyrir utan húsið. Stutt er í líkamsrækt, sund og einnig er fótboltavöllurinn í næsta nágrenni. Þá er stutt í hinn rómaða veitingastað Fjöruborðið, Veiðisafnið og Draugasetrið. Stutt í fallegar gönguleiðir meðfram ströndinni.
Húsið hefur fengið gott viðhald á síðustu árum þar sem árið 2017 var skipt um járn og pappa á þaki hússins, húsið múrviðgert og málað, skipt um öll opnanleg fög í gluggum, skipt um gler í öllum gluggum í húsi ásamt gluggum í bílskúr sem snúa inn í garð, nýjar útihurðir ásamt viðarpalli fyrir framan hús. Innanhús var skipt um gólfefni í öllum rýmum að undanskyldum baðherbergjum og þvottahúsi. 2018 var 2ja herbergja íbúðin í bílskúrnum endurnýjuð að mestu að innan. Leigutaki er í íbúðinni og tekur nýr eigandi yfir leigusamning við kaupsamning.
Eignin Eyrarbraut 12 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 219-9595, birt stærð 190.3 fm, þar af er húsið merkt 010101 skráð 140,3fm og bílskúr merktur 020101, skráður 50fm. Honum hefur verið breytt í 2ja herbergja íbúð með sérinngangi, skráður 50fm. Eigninni fylgir einnig geymsluskúr í garði sem ekki er talinn með í heildar fermetratölu eignar.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi. Upphengdir snagar á vegg. Gengið í forstofuherbergi og gestasalerni úr forstofu.
Gestasalerni: Innaf forstofu. Klósett, vaskur ofan á lítilli skápainnréttingu ásamt spegli fyrir ofan vask.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa.
Eldhús: Rúmgott eldhús, gengið í innaf stofu. Ljós eldhúsinnrétting með góða skápaplássi og borðkrók.
Þvottahús: Innaf eldhúsi. Rúmgott. Gengið út í bakgarð úr þvottahúsi.
4 Svefnherbergi: Fjögur rúmgóð svefnherbergi. Fataskápar í þremur af þeim.
Baðherbergi: Rúmgott með baði og sturtu. Flísar á gólfi og á vegg í sturtu. Dúkur á veggjum.
Gólfefni í húsi: Nýtt harðparket lagt á gólf í öllum rýmum að undanskyldu baðherbergi, gestasalerni og forstofu sem eru með flísum á gólfi ásamt gólfi á þvottahúsi sem er málað.
- Nýjar útihurðar
- Opnanleg fög endurnýjuð 2017 í öllum gluggum
- Gler og glerlistar endurnýjað 2017.
- Járn og pappi endurnýjað á þaki 2017.
- Hús málað og múrviðgert árið 2017.
Bílskúr: (2ja herbergja aukaíbúð)
Forstofa: Gengið inn um sérinngang í forstofu. Flísar á gólfi og upphengdir snagar á vegg.
Alrými: Rúmgott opið alrými með samliggjandi stofu og eldhúsi.
Eldhús: Opið við stofu. Ljós innrétting með efri og neðri skápum, bakaraofn, helluborði og háf.
Stofa: Rúmgóð og björt, opin við eldhús.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum við bað.
Svefnherbergi: Ágætlega rúmgott með fataskáp
Geymsla: Innbyggð geymsla aftast í bílskúr. Gengið í geymslu úr bakgarði.
Geymsluskúr: Rúmgóður geymsluskúr í bakgarði. Ekki inni í fermetratölu.
Lóð: Húsið stendur á 913fm lóð með steyptri innkeyrslu, tyrfðum aflokuðum garði í kringum hús með viðarverönd fyrir framan hús til suðvestur ásamt afgirtri viðarverönd til austurs.
Gott og vel skipulagt steinsteypt einbýlishús á einni hæð með 4 rúmgóðum svefnherbergjum á stórri lóð með nægum bílastæðum á malbikaðri innkeyrslu ásamt bílskúr sem búið er að útbúa sem 2ja herbergja íbúð og er í útleigu.
Mjög góð staðsetning í bænum með skólann og sundlaugina í nokkra metra fjarlægð ásamt hinum rómaða veitingastað Fjöruborðið. Þá er Frístundabíll sem stoppar nokkrum metrum fyrir utan húsið sem ekur alla virka daga og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins. Öll börn geta nýtt sér frístundabílinn og ekki er innheimt neitt gjald í bílinn. Þá er vert á að minnast á að það er skemmtilegur möguleiki að komast í nána snertingu við ósnortna náttúruna með því að fara í kajakaferðir um skerjagarðinn eða um tjarnirnar en fyrirtækið Kajakferðir er einnig í aðeins nokkra mínútna göngufjarlægð frá húsinu.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.