Lýsing
Nýlega uppgerð 2ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli í suðurhlíðum Kópavogs. Parket og flísar á gólfum. Sérinngangur, sólpallur, suðurgarður, einkabílastæði. IMIROX lánamöguleikar í boði til lögaðila.
Glæsileg 2ja herbergja íbúð á neðri hæð í fallegu tvíbýli á frábærum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Íbúðin er nýlega endurnýjuð á fallegan og vandaðan máta þar sem allt var endurnýjað, t.a.m. nýtt eldhús, nýtt baðherbergi, ný gólfefni, nýjar hurðir, tenglar, rofar, ljós, gardínur, ofl. Útsýni úr gluggum til suðurs út á fallegan suðurgarðinn. Sólpallur fyrir framan íbúð. Garðurinn er sameiginlegur. Sérmerkt einkabílastæði fylgir íbúðinni. Gengið er af götuhæð niður steyptan stiga meðfram húsi, og á neðri hæðinni er sér inngangur fyrir íbúðina og stór garður sem snýr í suður. Birt stærð íbúðar er 60,5 fermetrar.
Forstofa: Forstofan er flísalögð
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með gólfhita, handklæðaofni, upphengdu salerni, og flísalagðri sturtu. Allt nýlega uppgert.
Geymsla/þvottaherbergi: Flísalagt rými, tengi fyrir þvottavél/þurrkara.
Svefnherbergi: parketlagt svefnherbergi, innsmíðaður fataskápur, gluggi í suður.
Stofa: parketlögð, gluggar á 2 hliðar er snúa í suður og vestur, sameiginlegt rými með eldhúsi
Eldhús: flísar lagðar meðfram eldhúsinnréttingu, eitt rými með stofu. Nýleg eldhúsinnrétting og öll tæki, Siemens uppþvottavél, innbygður örbylgjuofn.
Fjármögnun: IMIROX lán til lögaðila í boði á þessa eign. Frekari upplýsingar um fasteignalán IMIROX á www.imirox.is.
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir varðandi eignina á info@imirox.com eða hringið í síma 777-2500.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
Vegna auglýsingar á vefsvæðinu fasteignir.is:
Eigendur auglýsa eign sína sjálfir án milligöngu og finna til kaupendur. Eigendur tryggja að löggiltur fasteignasali (eða aðili með löggildingu til að annast milligöngu um sölu fasteigna og skipa) annist milligöngu þegar kemur að kauptilboði og / eða kaupsamningsgerð vegna auglýsingar á vefsvæði Vísis (fasteignir.is). Þessi aðili mun þá sjá um skjalagerð, þ.m.t. söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, veðleyfi og afsal, eftir því sem við á hverju sinni, og sjá um að annast viðskiptin í samræmi við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Þannig er tryggt að varnir gegn peningaþvætti séu virtar og að réttarstaða kaupanda og seljanda er glögg.
Eigendur geta nýtt sér umrædda þjónustu hjá samstarfsaðila e-fasteigna, PRIMA fasteignasölu, en það er ekki skilyrði fyrir notkun kerfisins og stendur aðilum aðeins til boða ef hún hentar öllum hlutaðeigandi.
Verðskrá þjónustunnar er aðgengileg á vef e-fasteigna.