Lýsing
Falleg og notaleg 2-3ja herbergja íbúð á 3. hæð með rúmgóðum suðursvölum í vel viðhöldnu fjölbýli miðsvæðis í Hafnarfirði. Búið er að endurnýja glugga og svalahurð, járn á þaki og skólp frá húsi út í brunn ásamt því að búið er að múrviðgera og mála húsið.
Eignin er skráð 72,7 fm skv HMS og er geymsla þar af 5,4 fm. Eignin er skráð sem 2ja herbergja en búið er að breyta skipulagi innan íbúðar og útbúa herbergi þar sem eldhús var áður.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa/hol með fataskápum, parket á gólfi.
Stofa með útgengt á rúmgóðar suðursvalir, parket á gólfi.
Eldhús með með flísum á milli efri og neðri skápa, tengi fyrir uppþvottavél og flísum á gólfi. Eldhús er nú þar sem þvottahús var áður, sjá teikningu.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með fataskápum, parket á gólfi.
Barnaherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi er með baðkari og tengi fyrir þvottavél. Dúkur á gólfi.
Sérgeymsla íbúðar í kjallara ásamt sameiginlegri hjóla-og vagnageymslu.
Sameiginlega bílastæði fyrir framanhúsið.
Húsið hefur fengið mikið og gott viðhald síðustu árin:
**Allir gluggar nema einn endurnýjaðir ásamt svalahurðum
**Húsið múrviðgert og málað
**Járn og pappi á þaki endurnýjað
**Skólp frá húsi út í brunn endurnýjað
**Verið er að leggja lokahönd á frágang sameiginlegs garðs og útisvæðis bak við húsið
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat