Lýsing
Viltu fasteignir kynna Teigasel 1, 109 Reykjavík. Snyrtileg 2ja herbergja íbúð á 3. hæð með góðum suðursvölum Eignin skiptist í anddyri, samliggjandi stofu/borðstofu og eldhús, svefnherbergi og baðherbergi.
Eignin er skráð 65m2 og þar af er sér geymsla í sameign 6,2m2
Opið hús verður fimmtudaginn 17. júlí. - Ekki er hægt að skoða eignina fyrir þann tíma.
Á sölusíðu eignarinnar er hægt að nálgast söluyfirlit ásamt öðrum sölugögnum eignarinnar.
Einni er hægt að vakta eignina og gera tilboð í hana
Fasteignamat 2026 - 47.000.000 kr.
Nánari lýsing:
Forstofa: Frá stigapalli er gengið í flísalagt anddyri með fataskáp.
Stofa/borðstofa: Í opnu sameiginlegu rými og með parket á gólfi, frá stofu er gengið út á suðursvalir íbúðarinnar. Rýmið er bjart með stórum gluggum til suðurs.
Eldhús: Eldhúsinnrétting á tveimur veggjum.Gert rað fyrir uppþvottavél og frístandandi ísskáp.
Baðherbergi: Gólf flísalagt. Baðkar með sturtuaðstöðu. Í dag eru þvottavél og þurrkari frístandandi í baðherberginu en í sameign í kjallara er líka stórt semeiginlegt þvottahús.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart með parket á gólfi innbyggður fataskápur.
Svalir: Út frá stofu eru góðar svalir til suðurs.
Geymsla: Í sameign í kjallara er rúmgóð geymsla fyrir íbúðina.
Í sameign er gott þvottahús ásamt hjóla-og vagnageymslu.
Húsið lítur vel út og hefur fengið gott viðhald gegnum tíðina.
Eignin er á rólegum og barnvænum stað í Seljahverfinu. Stutt í verslun/þjónustu, íþróttir og útivist.
Nánari upplýsingar veitur Heiðrekur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í 845-9000 eða heidrekur@viltu.is
Nánari upplýsingar í síma 5835000 eða hvad@viltu.is
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið. - Ekkert vesen
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.