Lýsing
40.7fm hesthús í gamla "hesthúsahverfinu" á Selfossi.
Hesthús með 4 stíum. Húsið var áður þrjár stíur 2 tveggja hesta og 1 eins-hesta.(5 hesta)
Búið er að breyta því í 4 jafnstórar stíur (lítið mál að breyta til baka)
Húsið er með hurð á hlið sem auðveldar inntöku á heyji og spæni.
Búið er að gera læstan skáp til geymslu á reiðtygjum og öðru sem viðkemur hestahaldi. Einkagerði er við húsið.
Virkilega mikið endurnýjað og gott hús á frábærum stað í hesthúshverfinu rétt við reiðhöllina.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar lögg.fasteignasali í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is
Og Jens Magnús Jakobsson lögg.fasteignasali í síma 893-1984 eða magnus@eignaland.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.