Lýsing
Miklaborg kynnir: Einstaklega vel staðsett sumarhús á vatnsbakkalóð við Skorradalsvatn, Húsinu fylgir bátaskýli við vatnið. og lítið baðhús/geymsla.
Húsið virðist vel byggt og hefur verið vel við haldið. Eignin er talsvert stærri en opinber fermetraskráning segir til um því svefnloft, baðhús og bátaskýli eru óskráð í fermetrum.
Allar nánari upplýsingar veitir Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og lögg.fast. vidar@miklaborg.is, s.694-1401
Um er að ræða aðalhús sem er skráð tæpir 30 fm. Það skiptist í stofu/borðstofu sem er opin í eldhús með lítilli innréttingu og litlum ísskáp sem fylgir.
Eitt svefnherbergi er í bústaðnum .
Snyrting með salerni og handlaug er einnig í bústaðnum. Yfir ca. hálfu húsinu er svefnloft með glugga. þar er svefnpláss fyrir þrjá til fjóra.
Í húsinu er fallegt upprunalegt viðargólf. Inngangar eru tveir og er endinn þar sem snyrtingin er viðbygging.
Við bústaðinn er baðhús/geymsla og þar er sturtuklefi. Einnig er ágætis geymslurými undir bústaðnum.
Við vatnið er bátaskýli með rennu fyrir bát. Einnig fylgir barnahús sem er á lóðinni.
Lóðin er leigulóð og sumarhúsafélagið Fitjahlíð er með síðu á facebook.
Sumarhús á einstökum stað á fallega gróinni vatnsbakkalóð við Skorradalsvatn,