Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1982
43,3 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Sérinngangur
Lýsing
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna:
Töluvert endurnýjað sumarhús byggt 1982 með hitaveitu á mjög gróinni lóð í Húsafelli.
Um er að ræða 43,3 fm sumarhús með tveimur svefnherbergjum, góðu eldhúsi, gestasnyrtingu og útisturtu með blöndunartæki.
Eignin er á 1200 fm gróinni leigulóð í rólegri götu.
Hitaveitan er nýlega tekin inn og ofnar eru nánast nýir.
Svefnherbergin ásamt salerni var endurnýjuð, klæðning og einangrun. Einnig var sólpallur og útisturta gerð 2020. Kominn er ljósleiðari inn í húsið.
Skv. landeiganda má byggingarmagn á umræddri lóð vera allt að 120 fm alls að meðtalinni geymslu sem má að hámarki vera 15 fm.
Mest allt innbú getur fylgt með utan persónulegra muna skv. nánara samtali.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í húsið um hurð af verönd, komið inn í eitt opið rými þar sem eldhús, borðstofa og stofa eru saman. Eldhús er rúmgott með góðu skápa- og bekkjaplássi. Lítið helluborð, örbylgjuofn og lítill ísskápur. Ágætis stækkanlegt matarborð, rúmgóður sófi í stofu og sjónvarp. Svefnherbergin eru tvö, annað með tvíbreiðu rúmi og hitt með teimur einbreiðum rúmum. Fataskápar í báðum herbergjum. Eingöngu er gestasalerni innandyra en sturta er utandyra. Verönd framan við húsið og upp með annarri hlið. Ágætis bílastæði og eingöngu bústaðir til beggja hliða, aftan við húsið er gengið út í óspillta náttúruna.
Í Húsafelli er hótel, veitingastaður, verslun, sundlaug, golfvöllur og náttúruböðin Giljaböð. Húsafell er vinsæl náttúruperla með góðum og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Þaðan er stutt í Hraunfossa, Reykholt, Deildartunguhver, baðstaðinn Kraumu, íshellinn í Langjökli („Into the Glacier“) og hraunhellinn Víðgelmi („The Cave“).
Helsti rekstrarkostnaður:
Lóðarleiga 2025, greitt í 3 greiðsluseðlum = 278.337 kr.
Heitt og kalt vatn, mánaðargjald ca. = 17.553 kr.
Rafmagn, mánaðargjald ca. = 4.500 kr.
Ljósleiðarinn, línugjald, ótakmarkað gagnamagn og leiga á netbeini, mánaðargjald = 7.900 kr.
Fasteignagjöld 2025, ársgjald = 141.736 kr.
Tryggingar, ársgjald = 29.285 kr.
Pöntun á skoðun og nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Töluvert endurnýjað sumarhús byggt 1982 með hitaveitu á mjög gróinni lóð í Húsafelli.
Um er að ræða 43,3 fm sumarhús með tveimur svefnherbergjum, góðu eldhúsi, gestasnyrtingu og útisturtu með blöndunartæki.
Eignin er á 1200 fm gróinni leigulóð í rólegri götu.
Hitaveitan er nýlega tekin inn og ofnar eru nánast nýir.
Svefnherbergin ásamt salerni var endurnýjuð, klæðning og einangrun. Einnig var sólpallur og útisturta gerð 2020. Kominn er ljósleiðari inn í húsið.
Skv. landeiganda má byggingarmagn á umræddri lóð vera allt að 120 fm alls að meðtalinni geymslu sem má að hámarki vera 15 fm.
Mest allt innbú getur fylgt með utan persónulegra muna skv. nánara samtali.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í húsið um hurð af verönd, komið inn í eitt opið rými þar sem eldhús, borðstofa og stofa eru saman. Eldhús er rúmgott með góðu skápa- og bekkjaplássi. Lítið helluborð, örbylgjuofn og lítill ísskápur. Ágætis stækkanlegt matarborð, rúmgóður sófi í stofu og sjónvarp. Svefnherbergin eru tvö, annað með tvíbreiðu rúmi og hitt með teimur einbreiðum rúmum. Fataskápar í báðum herbergjum. Eingöngu er gestasalerni innandyra en sturta er utandyra. Verönd framan við húsið og upp með annarri hlið. Ágætis bílastæði og eingöngu bústaðir til beggja hliða, aftan við húsið er gengið út í óspillta náttúruna.
Í Húsafelli er hótel, veitingastaður, verslun, sundlaug, golfvöllur og náttúruböðin Giljaböð. Húsafell er vinsæl náttúruperla með góðum og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Þaðan er stutt í Hraunfossa, Reykholt, Deildartunguhver, baðstaðinn Kraumu, íshellinn í Langjökli („Into the Glacier“) og hraunhellinn Víðgelmi („The Cave“).
Helsti rekstrarkostnaður:
Lóðarleiga 2025, greitt í 3 greiðsluseðlum = 278.337 kr.
Heitt og kalt vatn, mánaðargjald ca. = 17.553 kr.
Rafmagn, mánaðargjald ca. = 4.500 kr.
Ljósleiðarinn, línugjald, ótakmarkað gagnamagn og leiga á netbeini, mánaðargjald = 7.900 kr.
Fasteignagjöld 2025, ársgjald = 141.736 kr.
Tryggingar, ársgjald = 29.285 kr.
Pöntun á skoðun og nánari upplýsingar fást hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
30. des. 2011
6.370.000 kr.
148.000.000 kr.
11047.7 m²
13.396 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025