Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1943
245 m²
8 herb.
3 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Aukaíbúð
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Fróðasund 4
Um er að ræða fasteign á tveimur fastanúmerum, hús og staðsetning bíður uppá mikla möguleika. Eignirnar eru samtals 245 fm. að stærð.
Eignin nýist í dag sem hér segir:
- Íbúð á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum. Eignin skiptist í forstofu, gang, stofu og borðstofu í opnu rými, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi á efri hæð og svo er þvottahús, baðherbergi, stofu og svefnherbergi á neðri hæð
Forstofa með flísum á gólfi og stigi upp á efri hæð einnig flísalagður. Úr forstofu er farið inn í önnur rými neðri hæðar.
Stofa og borðstofa í opnu rými með parket á gólfi.
Eldhús með parket á gólfi, gott skápa- og vinnupláss í eldhúsi, stæði fyrir uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð.
Svefnherbergin eru þrjú á hæðinni, öll eru þau með parket á gólfi og er fastur skápur í einu þeirra.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkar með sturtutækjum, innrétting við vask, handklæðaofn og opnanlegur gluggi á baði.
Þvottahús með flísum á gólfi, innrétting með efri og neðri skápum og opnanlegum glugga, útgengi út á verönd til suðurs úr þvottahúsi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturta, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Stofa og herbergi, rúmgóð rými með parket á gólfi. Útgengi er út til norðurs úr herberginu.
- Tveggja herbergja sér íbúð með sér inngangi. Skiptist í forstofu, baðherbergi, svefnherbergi, eldhús og stofu. Gólfhiti á gangi, wc og stofu.
Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að hluta. Sturtuklefi, handklæðaofn, lítil innrétting við vask og tengi fyrir þvottavél á baði.
Svefnherbergi með parket á gólfi og fataskáp.
Eldhús og stofa í opnu rými með parket á gólfi, innrétting í eldhúsi með stæði fyrir uppþvottavél, borðkrókur og útgengi út á verönd til suðurs úr eldhúsi.
- Stúdíóíbúð með aðgengi að baðherbergi. Er bílskúr á teikningum, sér inngangur og þar eldhúskrókur þó ekki með ofn eða helluborði. Svefnloft þar sem farið er upp um fellistiga, rýmið er að hluta opið og er þar þakgluggi sem er kominn tími á. Innangengt er í þvottahúsið úr rýminu og innaf þvottahúsi er baðherbergi.
Skjólsæll og gróinn garður með garðskála, timburverönd til vesturs útgengi frá þvottahúsi og úr tveggja herbergja íbúðinni.
Geymslur eignarinnar eru sambyggðri einingu við húsið.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. mar. 2018
27.300.000 kr.
58.500.000 kr.
245 m²
238.776 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025