Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2010
svg
368,1 m²
svg
7 herb.
svg
3 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

Domusnova og Sölvi Sævarsson lgf, kynna: Glæsilegt 368,1 m² Einbýlishús með 6 svefnherbergjum og aukaíbúð á góðum stað við Gerðarbrunn í Úlfarsárdal. Gott útsýni er úr stofurými og efri hæð yfir Úlfarsárdalinn og að Reynisvatnsás í suður. Húsið er vel skipulagt og bjart með innkomu á 1. hæð í gott  alrými sem er eldhús borðstofa og stofa með arni og stórar svalir út af stofurými.
Húsið er á þremur hæðum og með c.a 50 fm aukaíbúð á jarðhæð sem möguleiki er á að stækka en frekar á kostnað leikherbergis sem er við hlið íbúðar.  
Örstutt er í skóla, íþróttaaðstöðu og sundlaug. 

Athugið að eignin verður ekki sýnd í opnu húsi.  Bókið tíma fyrir einkaskoðun. 
Allar nánari upplýsingar veitir Sölvi Sævarsson á netfang solvi@domusnova.is eða í síma 618-0064.

Eignin er í heild skráð 368,1 m² skv. Hms,
Aðalhæð 01-01 er 89,8 m² + 01- 02 bílskúr/herb 32,4 m² eða samtals 122,2 m²
Efri hæð  02-01 er alls 121,8 
Jarðhæð 00-01 er 46,7 m² íbúð + 11,5 m² + 56,6 m² + 9,3 m² geymsl/ tæknir eða samtals 124,1 m²

Fasteignamat ársins 2026 er 195.600.000 kr. Byggingarár er 2010.

Húsið skiptist í eftirfarandi:
Aðalhæð/ inngangshæð:
Þar er anddyri, eldhús, stofur, snyrting, hol inn af anddyri og stórt rúmgott svefnherbergi þar sem áður var bílskúr. Stórar svalir eru frá stofurými sem möguleiki væri að loka af með svalalokun að hluta.
Efri hæð: Stórt sjónvarpsrými, hjónaherbergi með fataherbergi, baðherbergi, þrjú góð barnaherbergi og þvottahús. Góðar svalir út af sjónvarpsrými sem liggja meðfram sjónvarsprými og hjónaherbergi.
Jarðhæð hússins:  Þar er baðherbergi, stórt hobbýherbergi og tvær rúmgóðar geymslur sem tilheyra efri hæð húsins.
Einnig er aukaíbúð á jarðhæð með sérinngangi: Sem skiptist í anddyri eldhús- og stofurými ásamt svefnherbergi.
 
Nánari lýsing:
Aðalhæð 1.hæð:
Forstofa: Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Eldhús: Eldhús er með hvítri innréttingu frá HTH og quartz steinborðplötu (crystal white diamond). Flísalagt er milli skápa. Í vinnuhæð eru tveir bakarofnar og er annar þeirra combi-ofn. Innbyggður ísskápur í innréttingu ásamt frysti undir borði sem fylgir eigninni. Parket er á gólfi.
Stofa/borðstofa: Stofa er með fallegu útsýni til suðurs og útgengt er þaðan á stórar suðursvalir. Kamína í stofu og stórir gólfsíðir gluggar. Parket er á gólfum.  
Snyrting: Gestasnyrting er með hvítri innréttingu og flísum á gólfi.
Rúmgott herbergi/ bílskúr: Bílskúr hefur verið breytt í stórt svefnherbergi með gólfsíðum gluggum með útgengi um rennihurð út á svalir. Laus fataskápur (fylgir ekki) og parket á gólfi. Hol/ gangur í fremri hluta bílskúrsins er með góðu og miklu skápaplássi og flísum á gólfi.

Efri hæð:
Sjónvarpshol: Sjónvarpshol er með gólfsíðum gluggum og útgengt er þaðan á svalir með miklu útsýni. Parket er á gólfum. Auðvelt er að loka rýmið af og bæta við svefnherbergi.
Hjónasvíta: Hjónasvíta er með parketi á gólfi og útgengt er þaðan á stórar svalir. Fataherbergi er innan hjónasvítu og þaðan er gengið inn á baðherbergi.
Baðherbergi:  Baðherbergi er flísalagt á gólfi og veggjum að hluta. Innrétting er hvít og bæði eru sturta og baðkar. Aðgengi er að baðherbergi bæði frá hjónasvítu og herbergisgangi.
Barnaherberi x 3: Barnaherbergin eru 3 á hæðinni og eru þau öll með skápum og parketi á gólfi.
Þvottahús: Þvottahús er með flísum á gólfi, góðri innréttingu með tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Skolvaskur er í innréttingu.

Neðri hæð, jarðhæð:  
Auka íbúð:  Aukaíbúð er með samliggjandi stofu og eldhúsi.  Eldhúsinnréttting er frá IKEA.  Parket er á gólfi.  Svefnherbergi er innan íbúðar með parketi á gólfi og fataskáp. Aðgengi er í dag á milli aðaleignar og aukaíbúðar.
Baðherbergi: Baðherbergi er flísalagt með gráum flísum. Innrétting er dökk og tengi er fyrir þvottavél. Sturta er flísalögð.
Geymslur x 2: Geymslur eru tvær og er þær mjög rúmgóðar.
Hobbyherbergi:  Stórt tómstundar/ leikherbergi er á hæðinni með plastparketi á gólfi. Þaðan er útgengt út í garð.
Köld geymsla með rafmangi er á lóð undir svölum 1.hæðar.

Lóðin
Lóð er full frágengin og er skjólveggur í kringum hana. Timburverönd og grasflöt í suðurgarði.  Hitalögn er í innkeyrslu.

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 79.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.

 

Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
16. nóv. 2018
85.900.000 kr.
103.300.000 kr.
368.1 m²
280.630 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone