Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Auður Sigr Kristinsdóttir
Páll Guðjónsson
Ólafur Tryggvason Thors
Vista
svg

782

svg

662  Skoðendur

svg

Skráð  26. júl. 2025

sumarhús

Klausturhólar B-1

805 Selfoss

39.500.000 kr.

658.333 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2271429

Fasteignamat

31.500.000 kr.

Brunabótamat

32.800.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2003
svg
60 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignasalan Bær kynnir í einkasölu: Sumarbústaður – Klausturhólar B-Gata 1 – F227-1429


Stærð: 60 m2 auk rúmlega 7 m2 geymsluskúr (frístandandi - óupphitaður)
Stendur á eignarlóð – 11.200 m2
Samkvæmt eignanda er leyfi er fyrir að reisa annað hús á lóðinni.
Öryggiskerfi frá Securitas er í húsinu.
Þegar komið er að húsinu er upphituð geymsla á hægri hönd, þar sem er m.a. hitakútur og rafmagnstafla fyrir húsið.
Þegar gengið er inn er komið inn í flísalagða forstofu.
Á hægri hönd er fyrsta svefnherbergið þar sem er tvíbreitt rúm (queen size) frá Rekkjunni.
Næsta herbergi á hægri hönd er aðal svefnherbergið þar sem er líka tvíbreitt rúm (queen size) frá Rekkjunni og þar eru líka innbyggðir skápar.
Þriðja herbergið er koju herbergi og er neðri kojan þannig að hægt er að hafa hana bæði einbreiða og tvíbreiða. Í því herbergi er líka innbyggður skápur.
Á vinstri hönd er flísalagt baðherbergið, með sturtuklefa.
Að lokum er komið inn í alrými sem er eldhús, borðstofa og stofa með kamínu. Þar er eldhúsinnrétting úr Ikea, frístandandi eldavél og ísskápur, auk uppþvottavélar.
Í húsinu er þráðlaust net, sem nýtist m.a. fyrir sjónvarpið en auk þess er á húsinu gervihnattadiskur og móttakari fyrir breskar sjónvarpsstöðvar.
Frá stofu er gengið út á verönd/pall sem snýr í suður. Pallurinn nær yfir nær alla austurhlið húsins, suðurhlið og hluta af vesturhlið.
Fyrir framan pallinn er grasflöt en stór hluti lóðarinnar er fallegar hraunmyndanir, trjágróður og mosi á lóðinn er líka mikið um berjalyng (bláber og krækiber). Við pallinn er líka sandkassi fyrir börnin.
Við aðkeyrslu að húsinu er líka óupphitaður geymsluskúr, sem er ótengdur rafmagni en auðvelt er að breyta því.
Yfir hluta af bústaðnum er geymsluloft.
Innkeyrslan er malarlögð .og töluverður gróður á lóðinni, sem er rúmlega einn hektari og er eignarlóð.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir.
Falleg lóð á fallegum stað.
Rafmagns símahlið er inn á svæðið sem veitir mikið öryggi.
Innifalið í hússjóð/félagsgjöld er snjómokstur, rekstur rafmagnshliðs og tilfallandi vegbætur.
All innbú getur fylgt með fyrir utan persónlegra muna.

Nánari upplýsingar veita Stefán Antonsson , í síma 6607761, tölvupóstur stefan@fasteignasalan.is  Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Bær bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. Stimilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl.  Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.  

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Fasteignasalan Bær

Fasteignasalan Bær

Skútuvogur 10F, 104 Reykjavík
Fasteignasalan Bær

Fasteignasalan Bær

Skútuvogur 10F, 104 Reykjavík