Lýsing
Mjög falleg og mikið endurnýjuð 96,4 m2 enda íbúð á þriðju hæð með fallegu útsýni við Keilusíðu 4, 603 Akureyri.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð, Eldhús, borðstofa og stofa eru nú í einu rými sem er mjög rúmgott og fallegt. Þrjú svefnherbergi eru í íbúð.
Eignin skiptist í:
Eldhús, borðstofu, stofu þrjú svefnherbergi, baðherbergi/þvottaðstöðu og sér geymslu í sameign.
Lýsing eignar:
Fostofa harðparket, fatahengi.
Eldhús/borðstofa nýleg dökk innrétting með nýlegum eldhústækjum, harðparket á gólfi, ljós borðplata, innbyggður ísskápur, gert er ráð fyrir uppþvottavél. Mjög fallegt útsýni úr glugga í eldhúsi. Borðstofa rúmgóð með harðparketi á gólfi.
Stofa opið rými stofa eldhús og borðstofa mjög rúmgott og bjart. Útgengt úr stofu út á svalir til vesturs.
Svefnherbergi: Góður skápur harðparekt á gólfi.
Barnaherbergi Þar er harðparket á gólfi.
Barnaherbergi þar er harðparket á gólfi.
Baðherbergi/þvottaaðstaða: Rúmgott baðherbergi þar er baðkar með sturtuaðstöðu. Flísar eru á gólfi. Hvít innrétting. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi.
Geymsla með máluðu gólfi og hillum.
- Eldhúsinnrétting og tæki eru nýleg.
- Gólfefni og innihurðir eru nýlega enudrnýjað.
- Sér geymsla í kjallara 8,9m2 að stærð.
- Rúmgóð sameign.
- Stutt í barnaskóla og leikskóla.
- Íþróttasvæði Þórs í göngufæri.
- Stutt er í sundlaug og aðra þjónustu.
- Eignin er í einkasölu.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 arnar@fastak.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.