Lýsing
Húsið skiptist uppí 119,8fm einbýlishús ásamt 50,2fm. bílskúr sem hefur verið breytt í þriggja herbergja íbúð. Lóðin er 640fm.
Fasteignamat næsta árs verður: Kr. 81.050.000,-
Húsið var byggt 1973. Bílskúrnum var bætt við húsið 1988.
Húsið er timburhús á einni hæð. Að utan er það klætt með standandi viðarklæðningu og járn er á þaki. Vel staðsett í grónu og rólegu hverfi.
Hellulögð innkeyrsla.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og fatahengi.
Forstofuherbergi: Rúmgott með plastparket á gólfi. Laus skápur sem getur fylgt með.
Stofa/borðstofa: Rúmgóð með plastparketi á gólfi. Útgengt út í garð úr stofunni.
Eldhús: Snyrtileg hvít innrétting með flísum á milli efri og neðri skápa. Tengi fyrir uppþvottavél. Rúmgóður borðkrókur.
Barnaherbergi: Plastparket á gólfi. Laus skápur sem getur fylgt með.
Barnaherbergi: Rúmgott herbergi með plastparketi á gólfi. Laus skápur sem getur fylgt með. Herbergið var sett upp á kostnað stofunnar.
Hjónaherbergi: Rúmgott með þremur gluggum. Plastparket á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott, flísar á gólfi, baðkar og dúkalagður sturtuklefi. Upphengt salerni. Mikið skápapláss. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara á baðinu.
Aukaíbúð:
Sér inngangur. Flísar í anddyri, fatahengi. Harðparket á gólfi í opnu rými stofu og eldhúss. Tvö svefnherbergi. Gengið upp tvær tröppur uppí baðherbergið. Þar er sturtuklefi, dúkur á gólfi og pláss fyrir þvottavél og þurrkara.
Húsið er svokallað viðlagasjóðshús sem voru reist 1973. Allir veggir eru lausir og hægt er að breyta auðveldlega um skipulag í húsinu. Allar lagnir liggja undir húsinu þannig að auðvelt er að færa/flytja og laga lagnir. Húsin hafa reynst vel í gegnum tíðina.
Fyrir nánari upplýsingar hafið sambandi við:
Helgafell fasteignasala - Sími: 566 0000
Rúnar - runar@helgafellfasteignasala.is
María - maria@helgafellfasteignasala.is
Ragnheiður - ragnheidur@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.