Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2016
128,4 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 7. ágúst 2025
kl. 17:00
til 18:00
Opið hús: Holtsvegur 18, 210 Garðabær, Íbúð merkt: 03 01 02. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 7. ágúst 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Glæsilega og rúmgóða 4ja herbergja íbúð á jarðhæð í nýlegu fjölbýlishúsi í Urriðaholti, Holtsvegi 18. Svalir til austurs. Tveir inngangar. Vandaður frágangur.Nánar um íbúð: Íbúð 030102 á Holtsvegi 18, er fjögurra herbergja 118,5 fm. íbúð á jarðhæð með sér 9,9 fm. geymslu í kjallara.
Samtals 128,4 fm. Íbúðinni fylgir þar að auki 9,2 fm. svalir sem snúa í suðaustur. Fasteignamat 2025 er 97.250.000 kr.
Allar upplýsingar gefur Magnús Þórir Matthíasson löggiltur fasteignasali, sími 895-1427, magnus@eignamidlun.is
*** Smelltu hér til að sækja söluyfirlit ***
Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, hjónaherbergi, fataherbergi, þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa er með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskápum.
Stofa og borðstofa er rúmgóð og björt með parket á gólfi. Stofan myndar opið rými með eldhúsi og útgengt er á rúmgóðar svalir til austurs.
Eldhús er í opnu rými með stofu. Rúmgóð innrétting og eyja. Ofn í vinnuhæð, spanhelluborð, innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi. Parket á gólfi. 14,6 fm.
Barnaherbergin eru tvö, bæði rúmgóð, með parket á gólfi og fataskápum, 9,6 fm og 9,8 fm.
Baðherbergið er flísalagt með góðri innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara, sturtuaðstaða og upphengt salerni.
Rúmgóð sérgeymsla er innan sameignar ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu.
Íbúðin var hönnuð af innanhúsarkitektum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttir. Innréttingarnar eru úr bæsaðri eik og setja huggulegan svip á íbúðina.
Tveir inngangar eru inn í íbúðina, annar er sameiginlegur af stigagangi en einnig er sérinngangur beint inn í eldhús.
Eigninni fylgir sérafnotaflötur meðfram íbúðinni til suðurs og austurs. Eignin er í góðu fjölbýlishúsi og eru 5 aðrar íbúðir í þessum stigagangi.
Rafhleðslustöð er á bílastæði fyrir fjóra bíla.
Stutt er í alla helstu þjónustu í Kauptúni Garðabæjar, einnig er stutt að sækja fallegar gönguleiðir í Heiðmörk og á Vífilstöðum, golf og útivist. Stutt er í leik-og grunnskóla, Urriðaholtsskóla sem opnaði í byrjun árs 2018 og einnig er heilsuleikskólinn Urriðaból 2 steinsnar frá íbúðinni.
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Þórir Matthíasson lögg. fasteignasali í síma 895-1427 eða magnus@eignamidlun.is
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og 25. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
21. jan. 2019
51.200.000 kr.
59.000.000 kr.
128.4 m²
459.502 kr.
25. jan. 2017
20.750.000 kr.
49.900.000 kr.
128.4 m²
388.629 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025