Upplýsingar
Byggt 1991
249,8 m²
5 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Lýsing
INNI fasteignasala s. 580 7905 - inni@inni.is
Flísar eru á forstofu og þar er fjórfaldur fataskápur. Úr forstofu er innangengt í snyrtilegan og vel frá gengin bílskúr. Þá er gengið frá forstofu í sjónvarpshol með parketi á gólfi. Þar eru stigar bæði á neðri og efri hæð hússins. Á þeirri efri er eldhús, stofa, svefnherbergi og baðherbergi. Parket er á stofugólfi en flísar í eldhúsi og borðstofu. Falleg og vel útbúin innrétting er í eldhúsi, hún er upprunaleg en nýlega hefur verið skipt um eldhústæki, þ.e. ofn og helluborð og bekkplötu. Inn af eldhúsi er búr. Úr borðstofu er útgengt í sólstofu og út á rúmgóðar svalir. Eitt svefnherbergi er á efri hæð og þar er parket á gólfi. Á efri hæð er einnig lítið baðherbergi með flísum á gólfi og fíbó plötum á veggjum. Lagnir fyrir sturtu eru til staðar á baðherbergi. Ryksugukerfi er í öllu húsinu.
Á neðri hæð er hol með dúk á gólfi. Rúmgott flísalagt baðherbergi er á neðri hæð, þar er flott innrétting og bæði baðkar og sturta. Hiti er í gólfi á baðherbergi. Þrjú svefnherbergi eru á neðri hæð, öll með dúk á gólfi og fataskápar eru í tveimur þeirra, fjórfaldur í hjónaherbergi og tvöfaldur í öðru minna herbergjanna. Málað gólf er í þvottahúsi og góð geymsla þar inn af. Í þvottahúsi er innrétting og þaðan er útgengt í bakgarð. Á neðri hæð er er einnig falleg stúdíó-íbúð þar sem eldhús, stofa og svefnrými er í sama opna rýminu með parket á gólfi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og þar er sturta og tengi fyrir þvottavél. Sér inngangur er í íbúðina.
Sérlega vel staðsett og flott hús með fjórum svefnherbergjum, sér studíó-íbúð, innbyggðum bílskúr og fallegum garði.