Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Árni Björn Erlingsson
Upplýsingar
svg
Byggt 1980
svg
54,8 m²
svg
0 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.

Lýsing

Þverholtsvegur nr. 6, 8, 10 12 og 16, í landi Ormsstaða, 805 Selfoss, skammt frá Sólheimum.

Um er að ræða fimm lóðir; ein með 54,8 fm sumarhúsi, ein óbyggð sumahúsalóð og þrjár nytjaðar lóðir, alls rúmlega 9 hektarar (90.750 fm). Miðað er við að selja allar eignirnar saman.
Þetta er áhugaverð eign fyrir t.d. hestafólk. 

Jón Smári Einarsson lgf. og Fasteignaland kynna eignirnar að Þverholtsvegi nr. 6, 8, 10 12 og 16, 805 Selfoss
, ásamt öllu því sem eigninunum fylgir, þar með talið tilheyrandi lóða og sameignarréttindi.

Lýsing á eignum:
Þverholtsvegur 8

Forstofa með parketi á gólfi og fatahengi. Stofan með parketi á gólfi og arin. Sólskáli með flísum á gólfi og útgengi út á sólpall. Eldhús með parketi á gólfi, fallegri viðar innréttingu með gas helluborði og ofni. Góður borðkrókur. Baðherbergi með flísum á gólfi og sturtu.
Þrjú svefnherbergi.
Herbergi I: Með parket á gólfi og með kojum.
Herbergi II: Með parketi á gólfi og með hjónarúmi.
Herbergi III: Með parket á gólfi og með kojum.
Geymsla með inngang af palli.
Geymsluskúr I, ca. 12 fm. 
Geymsluskúr II, ca. 8 fm, 
Stór sólpallur með skjólgirðingu, heitum potti og útisturtu.
Eignin Þverholtsvegur 8 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 220-8200, birt stærð 54.8 fm. Lóð skráð sem sumarbústaðaland og er 10.000 fm á stærð.

Sumarhúsið er á glæsilegri gróinni lóð ásamt fjórum öðrum lóðum í landi Ormsstaða.    

Lóðirnar:
Þverholtsvegur 6
Eignin Þverholtsvegur 6 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 234-5003, stærð lóðar 9.660 fm. Lóðin er skráð sem sumarbústaðaland. 
Falleg sumarhúsalóð sem byggja má bygga allt að 100 fm sumarhús ásamt útihúsi 10-15 fm á stærð, skv,. núgildandi skipulagi.  Deiliskipulagsbreytingar eru í vændum og verður nýtingarhlutfall lóða þá 0.03.

Þverholtsvegur 10
Eignin Þverholtsvegur 10 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 234-5004, stærð lóðar 10.960 fm. Lóðin er skráð sem sumarbústaðaland. Lóðin er á helgunarsvæði raflínu og er kvöð er á lóðinni um byggingarbann.

Þverholtsvegur 12
Eignin Þverholtsvegur 12 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 234-5006, stærð lóðar 10.050 fm. Lóðin er skráð sem nytjað land .

Þverholtsvegur 16
Eignin Þverholtsvegur 16 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 234-5009, stærð lóðar 50.080 fm. Lóðin er skráð sem nytjað land .

Staðsetning og nærumhverfi:
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir.
Stutt er á Selfoss, sem er í aðeins í ca. 27 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Reykjavík eru um 75 km sé ekið um Hellisheiði. 

Nánari upplýsingar veitir:
Jón Smári Einarsson
Löggiltur fasteignasali / MPM, viðskiptafræðingur.
Netfang: jonsmari@fasteignaland.is
Sími: 860-6400

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900 . 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.
Fasteignaland ehf

Fasteignaland ehf

Skeifunni 2, 108 Reykjavík.