Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Byggingaréttur fyrir einbýlishús á fallegum útsýnisstað við Úugötu 31 í Mosfellsbæ. Lóðin er 535,4 m2 og er gert ráð fyrir allt að 360 m2 einbýlisshúsi á 2.hæðum með innbyggðum bílskúr.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax
Nánari upplýsingar: Skv. deiluskipulagi er gert ráð fyrir allt að 360 m2 einbýlisshúsi á 2.hæðum með innbyggðum bílskúr. Þrjú bílastæði skulu vera innan lóðar og minnst eitt í bílgeymslu. Þakgerð er frjáls, mesta hæð yfir aðkomukóta er 4,5/7,5 m. Lóðin er afhent í núverandi ástandi með óhreyfðu landi og því er brýnt að tilboðsgjafar kynni sér ástand hennar. Götur eru frágengnar með tengingum við veitukerfi og rafmagn. Gatnagerðargjald og önnur gjöld sem tilgreind eru í gildandi gjaldskrá Mosfellsbæjar hverju sinni eru ekki innifalin í byggingarréttargjaldi (lágmarksverði). Sjá gjaldskrá Mosfellsbæjar hér.
Lágmarksverð er kr. 21.100.000,-
ATH: Tilboðsgjafi er bundinn af tilboði sínu í einn mánuð frá þeim degi sem tilboð er lagt fram. Tilboðsgjafar skulu uppfylla þau skilyrði sem tilgreind eru í 3. gr. í úthlutunarreglum Mosfellsbæjar.
Úugata er í suðurhlíðum Helgafells og er eitt glæsilegasta byggingarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Lóðirnar sitja hátt í landinu og þaðan er mikið útsýni. Í hverfinu er lögð áhersla á fjölbreytta byggð, vandaða umhverfismótun og góða tengingu við útivistarsvæði og ósnortna náttúru. Hverfið liggur vel við megin umferðarkerfi Mosfellsbæjar og er skammt frá miðbænum og allri þeirri þjónustu sem þar er í boði.
Skipulagsgreinargerð má nálgast hér
Skipulagsuppdrátt má nálgast hér
Skýringaruppdrátt skipulagsins má nálgast hér
Skipulags- og byggingaskilmála má nálgast hér
Úthlutunarskilmálar má nálgast hér
Úthlutunarreglur vegna byggingarlóða má nálgast hér
Deiliskipulag er má nálgast hér
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.