Lýsing
Glæsilegt heilsárshús með stórri eignarlóð, miklu útsýni, bílskúr og stórri verönd allt um kring. Húsið stendur mjög hátt í landi Indriðastaða, í lokuðu hverfi með aðgangansstýringu. Góð aðkoma er að húsinu sem stendur á 6.237 fm eignarlóð fremst í Skorradalnum. Gólfhiti og heitur pottur á verönd.
Indriðastaðahlíð 162 er skráð sem hér segir hjá HMS: Eign merkt: 01-01, birt stærð 266,5 fm og skiptist þannig að neðri hæðin er 26,6 fm ásamt 77,7 fm bílskúr, efri hæðin er skráð 162,2 fm eða samtals: 266,5 fm.
Nánari lýsing eignar: Neðri hæðin skiptist í bílskúr, opið rými, stórt þvottahús og innaf bílskúrnum er gluggalaust rými. Bílskúrinn er með sjálfvirkum hurðaopnara. Expoxy á gólfum neðri hæðar. Við þvottahús er stigi upp á efri hæðina. Aðalinngangur er sunnanmegin við húsið. Komið er inn í mjög rúmgóða forstofu. Frá forstofu tekur við opið rými. Björt og rúmgóð stofa með stórglæsilegu óhindruðu útsýni út á stórbrotna náttúrufegurð. Eldhúsið er með snyrtilegri innréttingu með góðu geymslu- og vinnuplássi, eldunareyja. Rúmgóður borðkrókur með útgangi út timburpallinn / svalirnar með glæsilegu útsýni. Innaf borðkróknum er mjög rúmgott svefnherbergi og innaf því er baðherbergi með upphengdu salerni, sturtu og handklæðaofni. Frá baðherbergi er unnt að ganga út á timburpalinn / svalirnar og þaðan í heitan pott. Setustofa / sjónvarpsstofa með útgangi út á timburpallinn / svalirnar. Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf, Walk-in sturta, handklæðaofn og upphengt salerni. Frá baðherbergi er unnt að ganga út á timburpall / svalirnar. Þrjú svefnherbergi til viðbótar eru í húsinu og er fataskápur í einu herbergjanna. Gólfefni: parket og flísar á efri hæð, epoxý á neðri hæð.
Afar glæsilegt sumar- / heilsárshús á vinsælum, fallegum og friðsælum stað fremst í Skorradalnum. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu í Borgarnesi.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat