OPIÐ HÚS AÐ FURUGRUND 24, 200 KÓPAVOGI, MIÐVIKUDAGINN 13. ÁGÚST FRÁ KL. 17:15-17:45. ÍBÚÐ 01-03. ALLIR VELKOMNIR!
Lýsing
Mjög góð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í hinni sívinsælu götu Furugrund í Kópavogi. Að auki fylgir eigninni sérgeymsla sem er ekki skráð í birtri stærð eignar og er hún nýtt í dag sem herbergi. Eignin hefur verið mikið undurnýjuð upp á síðkastið t.a.m eldhúsið, baðherbergið, gólfefni, innihurðir, fataskápar ásamt gluggum og glerjum á austurhlið hússins. Alir ofnar hafa verið endurnýjaðir í íbúðinni. Þakið var endurnýjað árið 2013.
Birtar stærðir samkvæmt HMS: Íbúðin er 75,5 m2 merkt: 01-03.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í anddyri og á hægri hönd er eldhús með fallegri nýlegri hvítri innréttingu sem nær alveg upp í loft. Borðplata úr kvartstein. Framhaldi af andyrri er gangur með nýlegum fataskáp. Svefnherbergin eru tvö með nýlegum fataskápum. Baðherbergið hefur verið endurnýjað og er það flísalegt í hólf og gólf, upphengt salerni, hadklæðaofn, Walk-in sturta. Tengi fyrir þvottavél á baðherbergi. Rúmgoð stofa með útgangi út á rúmgóðar svalir sem snúa í suðvestur / vestur. Gólfefni íbúðar: parket og flísar á gólfum. Í sameign í kjallara er sameiginlegt þvottahús ásamt sérgeymslu.
Það sem hefur verið endurnýjað:
* Þakrennur.
* Niðurfallsrör endurnýjuð á framhlið + þar sem niðurfallsbrunnar voru endurýjaðir á bakhlið
* Fjórir niðurfallsbrunnar endurnýjaðir, þ.a.m í þessari eign.
* Þakdúkur á þökum anddyra.
* Handrið (bæði stólpar og handlistar).
* Snjógildrur yfir Furugrund 22.
* Áfellulistar settir við áður endurnýjaða glugga í Furugrund 22.
* Þakkantur málaður.
* Gluggar / hurðir málaðar (sem ekki voru endurnýjaðir).
* Tröppur / pallur við Furugrund 22 brotinn upp að hluta og endursteypt. Heilfiltað að viðgerðum loknum.
Góð staðsetning, stutt í Fossvogsdal, hjóla- og göngustígar í Nauthólsvík, Elliðarárdal. Leikskólar og skólar í næsta nágrenni. Í Fossvoginum má finna frisbígolfvöll, blakvelli, fótboltavelli, leiksvæði og íþróttahús. Stutt er í Snælandsskóla, Álfhólsskóla, leikskóla og íþróttasvæði.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat