Lýsing
Göngufæri til Smáralindar og innangengt er úr sameign í sameiginlega þjónustu- og félagsmiðstöð heldri borgara í Gullsmára 13.
Eignin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, stofu, eldhús, búr og baðherbergi. Sérgeymsla íbúðar á jarðhæð.
Nánari lýsing:
Anddyri með góðum fataskáp, eikarparket á gólfi.
Baðherbergi inn af forstofu, dúkur á gólfi og flísar á veggjum. "walk-in" sturta. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara í baðherbergi.
Hjónaherbergi: Gengið inn úr anddyri í hjónaherbergið sem nýtt er sem sjónvarpsherbergi í dag. Eikarparket á gólfi og fínt skápapláss.
Stofa/borðstofa: Eikarparket á gólfi, útgengt út á yfirbyggðar suður-vestur svalir með miklu útsýni.
Eldhús: Eikarparket á gólfi. Upprunanleg eldhúsinnrétting í ágætis lagi. Flísar á milli efri og neðri skápa. Lítil uppþvottavél sem getur fylgt.
Herbergi: Úr stofu er komið inní herbergi með skáp og eikarparket á gólfi.
Geymsla: Sér 3,3fm. geymsla á 1. hæðinni.
Bílskúr: Endabílskúr 30,4fm. - lakkað gólf, heitt og kalt vatn og vaskur. Góð lofthæð. Fjarstýrð hurðaopnun.
Í sameign er hjólageymsla.
Á efstu hæð er glæsilegur salur í sameign allra í Gullsmára 11. Þar er hægt að halda veislur fyrir vini og ættingja fyrir
sanngjarnt verð.
Stutt í alla helstu þjónustu í verslunarmiðstöðinni Smáralind, s.s. verslanir, heilsugæslu, banka o.fl.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Helgafell fasteignasala - sími: 566 0000
Rúnar lgf., - runar@helgafellfasteignasala.is / s: 775 5805
Gunnar Hdl., gunnar@helgafellfasteignasala.is / s: 842 2217
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.