Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1998
125,8 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Galtalind 1, Kópavogi samtals 125.8 fm 4 herb. íbúð á 3. hæð í góðu mjög vel staðsettu fjölbýlishúsi með bílskúr sem er skráður 22,8 fm. Mjög gott útsýni. Íbúðin er mjög vel skipulögð með 3 svefnherbergjum, baðherbergi, sérþvottahúsi innaf góðu eldhúsi og rúmgóðri stofu við útsýnisglugga og svalir. Gluggar eru á öllum rýmum. Örstutt er í grunnskóla og leikskóla auk þess sem mikil og góð þjónusta er í næsta nágrenni.BÓKIÐ SKOÐUN Á THORARINN@EIGNAMIDLUN.IS
Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 222-9480, nánar tiltekið eign merkt 03-01. Íbúðin er skráð 98,1 fm og sérgeymsla í sameign merkt 01-03 er skráð 4,9 fm samtals 103,0 fm. Eigninni fylgir bílskúr merktur 01-13 stærð bílskúrs er 22,8 fm. Birt heildarstærð 125.8 fm. Svalir eru til vesturs mjög góðar.
Eignin skiptist í: Forstofu /gang. 3 svefnherbergi, stofu, eldhús, sérþvottahús og baðherb.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit. SÖLUBÆKLINGUR
Nánari lýsing eignarinnar:
FORSTOFA/GANGUR: Flísalögð forstofa/gangur með góðum skápum á gangi.
ELDHÚS: Rúmgott flísalagt eldhús með góðri vel með farinni innréttingu með góðu skápaplássi og ná skápar uppí loft. Borðkrókur við glugga.
ÞVOTTAHÚS: Innaf eldhúsinu er rúmgott flísalagt þvottahús með bæði góðri innréttingu og skápum, góður gluggi á þvottahúsi.
STOFA: Stofan er rúmgóð og björt með góðum gluggum, parket á gólfi , glæsilegt útsýni til vesturs og norðurs. Gengið út á SVALIR sem eru mjög rúmgóðar.
HERBERGI I: Hjónaherbergi með parketi og góðum skápum. Góðir gluggar á herbergi.
HERBERGI II: Með parketi og góðum skápum.
HERBERGI III: Með parketi og góðum skápum.
BAÐHERBERGI: Baðherbergið er rúmgott, flísalagt, góð innrétting, baðkar og gluggi er á baðherbergi.
GEYMSLA: Sérgeymsla á jarðhæð rúmgóð og með glugga.
BÍLSKÚR: Bílskúrinn er innbyggður í húsið, með sjálfvirkum opnara (frá 2016) og fellihurð.
HÚS SAMEIGN OG LÓÐIN: Húsið er mjög vel staðsett. Sameignin verður með nýjum teppum við afhendingu. Lóðin er góð grasflöt með trjágróðri.
FRAMKVÆMDIR: 2016 þakkantur og rennur lagfærðar. 2018-2021 sett lokað hringrásarkerfi og forhitarar á hitakerfið með danfoss stjórnstöð. 2022 gluggar í sameign yfirfarnir og skipt um lausa
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn M. Friðgeirsson Löggiltur fasteignasali, í síma 899-1882, tölvupóstur thorarinn@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
27. jún. 2014
28.350.000 kr.
36.200.000 kr.
125.8 m²
287.758 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025