Lýsing
Um er að ræða bjarta og vandaða eign með 26 fm. s-vestur verönd (sérafnotareit) og stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin sem er merkt 0102 er 3ja herbergja íbúð á 1. hæð, skráð 99 fm. skv. fasteignaskrá HMS, þar af er sér geymsla íbúðarinn 6,6 fm., henni fylgir stæði bílageymslu merkt A82.
Nánari lýsing; Komið er inn í forstofu/hol með fataskáp.
Opið og bjart alrými með gluggum meðfram vesturhlið hússins rúmar fallegt eldhús, góða borðstofu og setustofu.
Eldhús er með glæsilegri innréttigu frá Selós ehf, vönduðum eldhústækjum frá Gorenje, m.a. innbyggðri uppþvottavél og ísskáp/frysti. Velgeg eyja með eldavél og aðstöðu fyrir 3-4 til að sitja við opnast á móti borðstofunni og tengir þau rými.
Borðstofan er í framhaldi af eldhúsi, út frá henni er gengið út á sérafnotareit sem er 26 fm. og snýr til s-vesturs og áfram inn í garð með leiktækjum og opnu svæði.
Setustofan er í beinu framhaldi af setustofunni.
Svefnherbergisgangur skiptir íbúðinni aðeins upp þannig að svefnherbergin eru aðskilin frá alrými íbúðarinnar. Herbergin eru tvö, rúmgott hjónaherbergi með fataskáp og barnaherbergi, einnig með fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt með góðum sturtuklefa, vönduðum blöndunartækjum frá Tengi, upphengdu salerni, handklæðaofni og innréttingu frá Selós í stíl við innréttingu í eldhúsi og fataskápa í herbergjum.
Þvottahúsið er flísalagt með vaski og aðstöðu fyrir þvottavél/þurrkara.
Ljóst harðparket er á gólfum íbúðarinnar fyrir utan votrými (þvottahús og baðherbergi) sem eru flísalögð.
Geymsla íbúðarinnar (merkt 0007) er í sameiginlegu geymslusvæði í kjallara, hún er 6,6 fm. að grunnfleti með mikilli lofthæð.
Bílakjallarinn er afar snyrtilegur búinn öflugri loftræstingu og tengingu fyrir rafbíla, ekki er komin rafhleðslustöð við þetta stæði en auðvelt er að leigja/kaupa stæði frá Ísorku.
Húsið er hannað með nútíma þægindi í fyrirrúmi, þar er snjallsímastýður mynddyrasími, hitastýring ofl.
Þetta er vel staðsett eign í þessum nýja og glæsilega borgarkjarna þar sem stutt er í þjónustu, verslanir, leikskóla og grunnskóla, heilsugæslu, íþróttaaðstöðu og frábært útivistarsvæði. Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.