Upplýsingar
Byggt 2023
119,2 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lyfta
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Dvergaholt 5 - íbúð 101
Ný glæsileg fjögurra herbergja íbúð á 1.hæð í fjölbýlishúsi með lyftu, svalir snúa til vesturs.
Eigninni fylgir sér stæði í sameiginlegum bílakjallara auk sér geymslu í sameign. Samtals er hún 119,2 fm., þar af er geymsla 5,3 fm.. Gólfhiti og loftskiptikerfi er í íbúð, hvítar innihurðir og allar innréttingar koma frá Brúnás. Eignin afhendist fullbúin með gólfefnum.
Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús og stofu í opnu rými, baðherbergi með þvottaaðstöðu og þrjú svefnherbergi.
Anddyri með parketi á gólfi og fataskáp.
Eldhús og stofa í opnu rými, útgengt út á svalir til norðausturs úr stofu. Góð innrétting í eldhúsi ásamt eyju, þar eru skúffur og helluborð. Stæði fyrir ísskáp, uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð.
Baðherbergi með flísum á gólfi og á veggjum í sturtu. Sturta með glerskilrúmi og upphengt wc. Góð innrétting við vask ásamt speglaskápum og stæði fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu í vinnuhæð. Loftræstistokkur/stýrikerfi er í skáp fyrir ofan þvottavél og þurrkara og í honum er því ekkert bak eða hillur.
Svefnherbergin eru þrjú öll með parketi á gólfi og fataskápum.
Ath að myndir eru úr sýningaríbúð en sýna innréttingar, skápa og fleira sem er eins milli íbúða.
Smelltu hér til að sjá 3D vefsjá af íbúðinni
Laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings
Kaupandi greiðir skipulagsgjald
Verktaki: Trétak ehf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955