Opið hús: Perlukór 3, 203 Kópavogur, Íbúð merkt: 02 02 02. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 21. ágúst 2025 milli kl. 18:00 og kl. 18:30.
Lýsing
Björt og stílhrein íbúð á efri hæð með einstöku útsýni – 108,1 fm – bílastæði í bílageymslu
Sérlega falleg og vel skipulögð 108,1 fm íbúð á efri hæð í þríbýli við vinsæla og fjölskylduvæna götu í Kópavogi. Íbúðin er björt og hlýleg með einstaklega góðu flæði milli rýma og glæsilegu útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk og fjallahringinn. Mikil lofthæð í alrými, stílhreinar innréttingar og hlýlegt yfirbragð gera þessa eign að eftirsóknarverðu heimili.
Skipulag:
Sérinngangur með flísalagðri forstofu og fataskáp
Eldhús með innbyggðum ofni, háfi í lofti og góðu vinnuplássi
Þvottahús inn af eldhúsi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og geymsluplássi
Björt stofa og borðstofa með mikilli lofthæð, hornglugga og stórum glugga út að svölum
Svalir snúa til suðausturs með fallegu útsýni
3 svefnherbergi, öll með fataskápum – hjónaherbergi með rúmgóðum skápum
Baðherbergi flísalagt með baðkari, vegghengdu salerni og innréttingu
Með íbúðinni fylgir:
Sérgeymsla á jarðhæð og sameiginlegri hjólageymsla þar fyrir framan
Stæði í upphitaðri bílageymslu
Skemmtilegt leiksvæði ofan á bílageymslu – frábært fyrir börn
Staðsetning:
Eignin er í rólegu og vinsælu hverfi í Kópavogi, þar sem stutt er í leikskóla, skóla, íþróttaaðstöðu, gönguleiðir við Elliðavatn og Heiðmörk.
Fallegt og bjart heimili á frábærum stað, með góðu skipulagi og einstöku útsýni – tilvalið fyrir þá sem vilja rólegt og fjölskylduvænt umhverfi.
Nánari upplýsingar veitir: Sigurður Tyrfingsson
Löggiltur fasteignasali
Sími: 898-3708
Netfang: sigurdur@gardatorg.is
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Garðatorg eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð